Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 37
35
1902
sannað um uppruna sjúkdómsins hér í kaupstaðnum í febrúar (4 tilfelli), en að öll-
uin líkindum hefur sóttin breiðzt út frá einhverju húsi, þar seni henni hefur verið
leynt og þar af leiðandi engin sótthreinsun fram farið. 1 fékk nephritis og dó af ur-
aernia. Tilfellin í júlí, ágúst og september og líka í október tel ég hafa koinið hingað
úr Dýrafirði í 1 hús hér í kaupstaðnum og breiðzt þaðan út í nokkur hús önnur.
Þau voru sum allalvarleg'.
Akureijrarhércið: Skarlatssótt gaus hér upp í bænum i febrúarlok, án þess að ég
gæti fengið noklcra vitneskju um, hvaðan.hún væri komin. Ég áttaði mig ekki strax
á, hvað uin væri að vera, svo að veikin úthreiddist á 5 eða máske 6 sjúklinga alls.
Læknir reyndi að beita samgönguyarúð og tókst þannig að kæfa veikína niður, svo
að síðan hefur hennar orðið lítt vart. Þó var grunur um 2 sjúklinga síðar, og var
annar þeirra frammi í Eyjafirði, en hinn hér í bænum, en ekki er fullvíst, að um
skarlatssótt hafi verið að ræða. Á flestum sjúklingunum var veikin væg.
Seyðisfjarðarhéraö: Skarlatssótt var að sinástinga sér niður framan af árinu. 3
hörn fengu otitis media og 1 þar að auki dacryocystitis. Hálfu ári eftir að sá sjúk-
lin gur varð frískur af skarlatssóttinni, var honum komið hingað til lækninga. Hann
hal'ði þá enn þá dacryocystitis suppur. sin. og' otit. med. supp. dextr. með talsverðri
útferð. í því húsi, þar sem þessum sjúklingi var komið fyrir, kom nú upp ágústtilfellið
af skarlatssóttinni hér í bænum. Fyrir mínum auguxn er hér dæmi upp á, að skar-
latssóttkveikjan hafi haldizt lifandi í graftarútferð af skarlatssóttaruppruna í meira
en G mánuði. Yfirleitt verður þó ekki annað sagt, en skarlatssóttin hafi verið hér
mjög væg.
Fáskriíðstjarðarhérað: Yfirleitt má segja, að sóttin hafi verið mjög væg. 3—4
sjúklingar voru þó allþungt haldnir. Af fylgikvillum má nefna abscessus peri-
tonsillaris á einum og snert af nephritis á 2 sjúklingum.
Eyrarbakkahérað: Á skarlatssótt bar mest í apríl og mai, en svo dró úr henni
aflur um hásumarið, þegar sem mest var um sólskin og' þurrka, og eftir það kemur
hún aðeins fyrir á stangli. Að vísu þykist ég viss um, að fleiri hafi fengið veikina en
skýrsla mín um landfarsóttir ber með sér, því að ég hefi orðið þess var, að henni
hefur verið leynt, eða hún hefur verið svo væg, að henni hefur eigi verið sinnt.
Grímsneshérað: Skarlatssótt kom á fáa bæi, og lögðust 20 manns. Úr henni dóu
2. Hún var ákafari en árið fyrir, og sumir sjúklingarnir voru mjög þungt haldnir,
þótt þeir fengju fulla heilsu.
Keflavikurhérað: Skarlatssótt stakk sér niður hér og hvar allt til ársloka. Var
hún yfir höí'uð að tala væg og fá tilfelli, sem höfðu hættulega fylgikvilla í för með sér.
Illkynjuðust varð sóttin í Garðinum, enda varð hún þar útbreiddust.
3. Barnaveiki (diphtlieritis).
Hún hreiddist mjög út, hafði aðeins orðið vart í 4 héruðum árið áður, en í 14
héruðum þetta ár. Var hún að kalla útdauð þar, sem hún hafði gert mestan usla
1901, í Akureyrar- og Höfðahverfishéruðum, aðeins 1 skráður í hvoru, þótt að vísu
sé getið um, að fleiri hafi sýkzt. Mun barnaveikisfarsóttin, sem nú var í öðrum héruð-
um, hafa verið komin þaðan beint eða óbeint, nema í 2 héruðum á Vestfjörðum,
Harðastrandarhéraði og Hesteyrarhéraði, en í þau harst hún með norskum hvalveiða-