Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 52

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 52
1902 50 Scorbutus varð ég var við hjá 4 mönnum. Allir voru sjúklingarnir bláfátækir menn, sem áttu við lítið og óhentugt viðurværi að búa. 3. Fátíðir sjúkdómar og- sjúkdómseinkenni. Um 1 sjúkling með ascariasis er getið í sjúkdómsupptalningu úr Reyðarfjarðar- héraði. í sjúkdómaupptalningu úr Keflavikurhéraði er getið um 1 sjúkling með skjald- kirtilsrýrnun (myxoedema), en annars ekkert frá honum skýrt. 1 aðalskýrslu úr Mýrahéraði er skýrt frá eggjastokksæxli (cystis ovarii), sem þar var skorið til og tekið burt. Var það svo stórt, að engin leið var að ná því út um skurðinn á kviðnum, fyrr en tæmdur hafði verið mikitl vökvi úr stærslu hólfunum með ástungu. Var vökvinn og æxlið, sem seinast náðist í heilu lagi, 37% pund að þyngd. Konan var 56 ára, greri fljótt og vel. Um sykursýki (diabetes mellitus) var hvergi getið 1901 nema i Vestmannaeyj- um um 1 sjúkling, en þetta ár er getið um hana í 3 héruðum: Reykjavíkur, ísafjarðar og Akureyrar. Sjúklingurinn í ísafjarðarhéraði var útlendingur, um Akureyrar sjúk- linginn er ekki nánar getið, en þetta er sagt um sjúklinginn í Reykjavíknrhéraði: „Hér lel ég réttast að láta þess getið, að á þessu ári sá ég 1 sjúkling, roskinn karl- mann, með diabetes mellitus. Hann dó miðsumars af coma diabeticum — hafði haft sjúkdóminn mörg ár. Þessi sjúkdómur virðist vera mjög' sjaldgæfur í íslenzkum mönnum — ég hef aldrei séð hann áður, svo að fullvíst hafi verið.“ Um vatnssýkislækningu með ástungu er getið úr Eyrarbakkahéraði: „Á konu í Ölfusi varð ég að stinga þrisvar sinnum sakir ascites, og tappaði af henni 8 + 10 + 10 potta; við síðustu ástunguna batnaði henni, og er hún nú heil heilsu.“ Ekki er getið um, hvenær ástungurnar voru gerðar, svo að ekki verður séð, hve lækningin hefur reynzt endingargóð, því að skýrslan er dagsett rétt eftir áramótin 2 héraðslæknar, í Reykjavíkurhéraði og Mýrdalshéraði, segja frá ímyndaðri barnsþykkt (grossesse nerveuse). Að visu fer því fjarri, að sjúkdómurinn — móður- sýki — sem þessari ímyndun veldur, sé eða hafi verið fátíður, en þetta sjúkdóms- einkenni er það, og eru því hér settar lýsingar læknanna: Reykjavíkurhérað: Mín var vitjað til konu, 39 ára að aldri .Hún hafði aldreí fætt, en þóttist nú hafa orðið ólétt i janúarmánuði, sagðist samt hafa misst blóð á hverjum mánuði síðan „á þorra“. Hún kvaðst hafa gildnað jafnt og þétt, eins og til stæði, og kvaðst fyrir skömmu vera farin að finna fóstrið hreyfast. Sagðist oft hafa verið lasin um meðgöngutímann og síðustu vikurnar legið í rúminu — ekki getað á fætur stigið. Hún sagðist oft ropa tímum saman. Ég fann mikinn meteorismus —- var kviðurinn álíka stór sem á konu, er komin er langt á leið. Annars ekkert abnormt. Mér tókst að sannfæra konuna um, að hún væri ekki vanfær. Þegar ég sté á hest- bak, var hún komin út á tún að raka. Mýrdalshérað: Tvisvar hef ég verið sóttur til sængurkvenna án þess þó að þurfa nokkuð að hjálpa náttúrunni, þ. e. það gekk allt normalt í annað sinnið, en í hiít skiptið vantaði ekkert nema barnið. Stúlkan, sem yfirsetukonan var búin að vera hjá í 2 sólarhringa og lét sækja mig til, var alls ekki þunguð, heldur svo normal, sem hugsazt gat. Ég hafði ekkert annað ráð en skipa stúlkunni á fætur og út á tún að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.