Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 59
1902
r> 7
Akureyrarhérað: Meðferð á ungbörnum hefur ekki, mér vitanlega, breytzt neitt
verulega undanfarið ár. Ef breytingin er nokkur, þá þykir mér sennilegast að pela-
börnum fjölgi, þótt illt sé, en aftur mun hirðing á mjólk og pelum fara batnandi.
Fljótsdalshérað: Hér er það algengast, að mæður hafa börn sín á brjósti fyrstu
1—2 mánuðina, en síðan ekki.
Fáskrúðsfjarðarhérað: Það er almennt hér í kaupstaðnum og eins i öðrum
þurrabúðum í héraðinu, að mæður hafa börn sín á brjósti, en í sveitum munu þær
vera færri, sem það gera.
Mýrdalshérað: Meðferð á börnum fer lílið batnandi. Það er annað en gaman að
glíma við gamlar kreddur, einkum hér í Mýrdal, þar sem fólk þolir engar aðfinn-
ingar læknisins.
Eyrarbakkahérað: Börn eru víða höfð á brjósti við sjávarsíðuna, þegar konurn-
ar þá mjólka nokkuð, en til sveita mun pelinn notaður jöfnum höndum. Diisan er
ekki alveg útdauð hér um slóðir enn.
6. Bólusetningar.
Þær fórust enn víða fyrir að nokkru leyti eða öllu, ýinist vegna veikinda eða
vanrækslu, eða af því að bóluefni vantaði. Þar sein bólusett var, reyndist bóluefnið
uiisjafnlega, og sumir héraðslæknarnir telja, að það hafi verið ónýtt með öllu.
7. Skoðunargerð eftir kröfu lögreglustjóra.
Aðeins einnar er g'etið, úr Akureyrarhéraði, „á manni, sem fannst örendur
hér i bænuin."
8