Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 74
1903
72
salicylat. natrici 50 : 000, eina matskeið þrisvar á dag. Virðist þetta nieðal hafa bætt
hana; þykkildi, sem við fyrstu skoðun var á enni hennar, er nær horfið, og hinir inó-
gulu blettir á fótleggjum hennar hafa minnkað og tilfinningin aukizt í þeim. Af
manni, sem héraðslæknir Guðm. Björnsson diagnostiseraði á lepra vorið 1809, hurfu
öll sjúkdómseinkenni eftir rúm 2 ár; hann brúkaði hið umgetna meðal og virðist nú
vera alfrískur.
4. Sullaveiki (echinococcosis).
Nokkru færri eru taldir með suliaveild en árið áður (nú 124, þá 141), en ekki er
munurinn svo mikill, að af honum verði ráðið, að raunveruleg fækkun sjúldinga hafi
átt sér stað, enda voru enn færri skráðir 1901. Flestir eru enn skráðir í Reykjavíkur-
héraði (25), en fæstir þaðan þó, allur fjöldinn aðkoinusjúklingar. Næst flestir eru
skráðir í Akureyrar- og Eyrarbakkahéruðum, 11 í hvoru, og hefur fæklcað mikið frá
árinu á undan í hinu síðarnefnda. í 10 héruðum er enginn sullaveikissjúldingur
skráður. — Hundalælcninga er getið í 27 héruðum og eru víðast taldar fara fram
með reglu, en í 4 héruðum (Skipaskaga, Borgarfjarðar, Dala og' Fljótsdals) er sagt,
að þær séu í ólestri.
Héraðslæknirinn í Rangárhéraði lætur þessa getið: Sullaveiki fer áreiðanlega
minnkandi, og eftirtektarvert er, að nú síðustu árin heyrist tæplega talað um „vank-
aða“ kind, en t. d. í minni sveit drapst árlega margt fé úr höfuðsótt á fyrstu árum
mínum hér.
5. Kláði (scabies).
Skráðuin kláðasjúklingum fjölgaði um fulla 6 tugi frá árinu á undan (þá skráðir
317, nú 379), en vafalaust munu þó ldáðasjúldingar hafa verið mjög vantaldir eins
og áður.
6. Krabbamein (cancer, sarcoma).
Engin sérstök skýrsla er um þau fremur en áður, en í aðalskýrslum lækna er
getið um 34 sjúklinga með krabbamein (ca. labii inf. 1, ca. ventriculi 15, ca. intestini
1, ca. hepatis 1, ca. peritonei 1, ca. prostatae 1 — raunar skráð sem hypertrophia
prostatae af héraðslækni, en af lýsingu hans er auðséð, að um krabbamein hefur
verið að ræða — ca. uteri 2, ca. mainmae 6, ca. reg. calcanei 1 (?) og 5 krabbamein,
sein ekki er greint, í hvaða liffærum hafi verið) og 4 sarkmein (fibrosarcoma penis
1, cystosarcoma ovarii 1, sarcoma renis 1 og 1 sarkmein á ótilgreindum stað).
7. Drykkjuæði (delirium tremens).
(i eru skráðir, allir nema 1 í Reykjavík, og einskis um neinn þeirra getið á aðal-
skýrslunum.
C. Ýmsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Magasjúkdómar og aðrir meltingarkvillar eru enn taldir tíðastir sjúkdóma, ann-
arra en farsótta. í Sauðárkrókshéraði eru þeir taldir „mjög almennir“, í Reykdæla-
héraði „tíðastir“, og í Mýrdalshéraði er sagt, að þeir fari i vöxt, sér í lagi magasár. í