Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 78
1903
70
IV. Yfirsetukonur.
Nokkru færri umdæmi voru laus en árið á undan. Sagt er í aðalskýrslu úr Þing-
eyrarhéraði, að þar sé tilfinnanleg vöntun á yfirsetulconum, en þess ekki getið, í hve
mörg umdæmin vanti. í öðrum læknishéruðum eru 10 umdæmi samtals talin laus:
3 í Nauteyrarhéraði af 4 — þar hefur yfirsetukvennafæðin sjálfsagt lika verið til-
finnanleg — 2 í Skipaskagahéraði og í 5 öðrum héruðum, sitt umdæmið í hverju.
Víða er þess getið, að ljósmæður séu orðnar lítt færar fyrir elli sakir.
V. Slysfarir.
Útlendir menn urðu fyrir stærstum slysum, sem læknar geta um á jiessu ári. í
skýrslum úr ísafjarðarhéraði og Siglufjarðarhéraði er sagt frá slysum, er 3 Norð-
menn urðu fyrir. Er skýrt frá á þessa leið í skýrslu úr Siglufiarðarhéraði: „Fract.
fibulae: Sjúklingurinn var háseti á hvalveiðaskipinu „Minerva“. Skotið hafði verið
á ákaflega stóran hval. Fór háseti þessi ásamt skyttunni og öðrum manni lil ofan í
bát, og ætluðu þeir sér að leggja hvalinn, er þeir höfðu l'est i, eu þá sló hvalurinn
sporðinum í bátinn, er brotnaði, og rotaðist skyttan samstundis. Annar maðurinn
hafði og orðið fyrir högginu, og lifði hann fáa klukkutíma, en þessi þriðji fótbrotn-
aði — sperrileggurinn brotinn um miðju. Þetta varð kl. 1 aðfaranótt hins 22. maí
3 mílur norður og austur af Langanesi. Bundið um fótbrotið og maðurinn fluttur
vestur.“ En svo er skýrt frá í aðalskýrslu úr ísafiarðarhéraði: „1 fract. fibulae og
contusiones variae. Sjúklingurinn — Norðmaður — var að hvalveiðum og fór við 3.
mann á lítilli fleytu að skotnum hval (knölhval) til að vinna á honum að fullu; hval-
urinn — illa skotinn — sló sporðinum á fleytuna, svo að hún fór í spón, 1 hásetinn
rotaðist (mölbrotin hauskúpa og fract. vertebrae, cruris & femoris), annar drukknaði
(fór í rot fyrst, að haldið var), liinn þriðji komst af með umgetinn áverka (fract. capi-
tuli fibulae etc.).“ Þó að þessum frásögnum beri ekki að öllu saman, er tæpast vafi á, að
báðar segja frá sama slysinu: Skipið hefur komið við á Siglufirði til þess að fá bráða-
birgða-aðgerð á brotinu og farið síðan með manninn til Isafjarðar. — í skýrslu úr
Barðastrandarhéraði er sagt frá því, er Norðinaður á hvalveiðastöðinni í Tálknafirði
datt upp að mjöðmum ofan í kassa með sjóðandi vatni og grút, dó eftir nokkrar
klukkustundir. — I skýrslum úr Hornafjarðarhéraði og Síðuhéraði er sagt frá 5 Þjóð-
verjum, er taka varð limi af vegna kalsára. Voru þeir af þýzku skipi, er strandaði á
Skeiðarársandi 19. janúar, og hröktust í 11 daga um sandinn. Höfðn 3 látizt í þeim
hrakningum, en 9 náðu á endanum til byggða. —- í skýrslu úr Eyrarbakkahéraði er
sagt frá manni, er kól svo, að taka varð nokkuð af báðum fótum. — Auk beinbrota
Norðmannanna, sem talin voru, er getið um 125 beinbrot. Þó er getið um 37 liðhlaup.
Getið er allmargra meiðslasára, en engra mjög stórvægilegra. Þá er sagt frá kol-
sýrlingseitrun 4 manna í Reykjavik (speldi á kolaofni hafði lokazt), lifðu þeir allir
og náðu sér — og' morfíneitrun á barni í Borgarfirði, er saup á morfíndropaglasi, lifði.