Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 106

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 106
1004 104 skipti var að minnsta kosti ekki að tala um, að það yrði notað, því að þá var húsið sem sagt inni í húsi, og var verið marga daga að koma því upp. Auðsætt var, að ekki dugði að ætla sér að reisa það í hvert sinn, sem einhverja óvænta farsótt bæri að höndum og bráðrar einangrunar þyrfti við. Var því afráðið að taka ekki húsið ofan, þegar einu sinni væri búið að reisa það, og til þess að afstýra því, að það fyki — því að það hlaut það að gera sökum léttleikans — þá var það bundið niður mjög rammlega. En þá kom fram annar ókostur á smíðinu. Húsið reyndist nefnilega svo veig'alítið og' krókarnir, sem því var krækt saman með, svo veikir, að þegar það gat ekki í storminum 13.—14. janúar þ. ú. (1905) fokið af grunninum, af því að það var bundið niður, þá lagðist það saman, liðaðist í sundur og fauk á þann hátt. Sem betur fór, var enginn sjúklingur í húsinu og' hafði ekki í það komið. Er þessu mjög illa farið, því að viðbúið er, að hér geti, vegna hinna tíðu skipaferða, þegar minnst varir, orðið þörf fyrir sóttvarnarhús. Og sorglegt er að hugsa sér, að fyrir verð Döckerstjaldsins, sem fauk, hefði verið hægt að smíða miklu hentugra hús, að ég ekki tali um varanlegra." 3, Húsakynni og þrifnaður. Læknar láta þessa getið: Ólafsvíkurhérað: Þrifnaður og hreinlæti manna á meðal fer sífellt í vöxt, þótt enn vanti mikið á, að slíkt sé komið í það horl', sem æskilegt væri. Reykhólahérað: Mér vitanlega hefur engin ný baðstofa né nokkurt annað íbúð- arhús verið byggt í þessu héraði á hinu umliðna ári. Ég vænti breytinga á því, er betri samgöngur koma, sem nú er von á í sumar. Nauteyrarhérað: Ahnennir hollustuhættir eru á fremur lágu stig'i, sérstaklega á Snæfjallaströnd. Þar eru einkuin sjómenn. Húsakynni eru þar víða þröng og óhentug og' þrifnaður bágborinn. Drykkjuskapur er þar mikill. Öxarfjarðarhérað: Húsakynni má telja í góðu meðallagi, þótt timburhúsin séu fá, og menn hafa almennt talsverðan smekk fyrir því, sem betur má fara, bæði utan húss og innan, og nýjar baðstofur, sem byggðar eru, eru loftgóðar og víða með ofn- um. Þetta tekur sífelldum framförum ár frá ári, því að Þingeyingar eru yfirleitt framfaramenn miklir. Fljótsdalshérað: Yfirleitt mun mega segja, að þrifnaður sé í sæmilegu lagi í umdæmi mínu, eftir því sein í sveitum gerist, og er fremur í framför; t. d. hafa nokkrir búendur komið ú vatnsleiðslu í bæi sína, og hefur það aukinn þrifnað í för með sér, þegar ætíð er nægilegt af hreinu, góðu vatni við hendina, svo að ekki þarf að spara það, og skólpræsi fyrir óhreint vatn flytur það burtu aftur. Þá mun og all- víða hætt þeim ósið að sópa baðstofur með sóp eða kústi, sem áður var algengt, en gólfin þvegin eða strokin með votri rýju í þess stað. Enn fremur eru menn víða orðnir varkárari með hráka sína, og sést óvíða, að hrækt sé á gólf, heldur í hráka- dalla. En það gengur erfiðlega að fá menn til þess að hafa nóg af hrákadöllum, svo að ekki sé hrækt á moldargólf í bæjum, eg enda erfitt að kenna mönnum að láta það ógert. Vestmannaeyjahérað: Bæði húsakynni og þrifnaður utan húss og innan fer batnandi ár frá ári,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.