Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 105

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 105
103 1904 Reykjavíkurhérað: Skottulæknar eru hér allir liinir sömu og áður. Við hefur bætzt gömul lcona, sem þykist lækna með seyði og samsuðu af innlendum jurtum. Hún er kölluð „grasakerlingin,“ og er mælt, að margir sæki til hennar. Borgarfjarðarhérað: Skottulæknar þeir, sem ég hef minnzt á í fyrri skýrslum mín- um, láta nú ekkert á sér bæra, þó að báðir séu lifandi enn, og ekki held ég, að nokkur maður noti þá lengur. Akureyrarhérað: Skottulæknar eru hinir sömu og ég hef fyrr talið i skýrslum niinum. 1 hómöopati er hér í bænum, kona nokkur, og leita nokkrir hennar þrátt fyrir það, að tæpast mun mega telja hana með öllum mjalla. Eyrarbakkahérað: Skottulæknar eru hér fáir. 1 homöopati er hér í þorpi, en ekki hygg' ég hann öfundsverðan af því, þótt einstaka ræfill fái hjá honum glas og glas á stangli. Annars þykjast margir hér hafa vit á lækningum. Það fylgir oft fáfræði að þvkjast vita mikið, og hér hefur allur þorri alþýðu alls enga menntun fengið. 2. Sjúkrahús. Engra breytinga er getið á sjúkrahúsum né rekstri þeirra jietla ár. En á Fáskrúðs- firði var reistur nýr spítali, er stóð til, að tæki til starfa næsta ár, og' gamli spítalinn, er var rekinn þetta ár í 4 mánuði eins og nokkur ár undanfarin, yrði þá lagður niður. Segir svo um þetta í aðalskýrslu úr Fáskrúðsfjarðarliéraði: „Spítali sá, sem St. Josephs systurnar hafa haft hér á Fáskrúðsfirði um nokkur undanfarin ár, hefur nú verið lagð- ur niður. Hefur að honum verið mjög mikil bót, þótt lítill væri og að mörgu leyti ófull- nægjandi, en aðalókosturinn við hann hefur verið sá, að honum hefur aðeins verið haldið opnum um 4 mánuði árlega. Hefur nú verið ráðin mikil og' góð bót á þessu, þar sem „la Société des hospitaux francais d’lslande" hefur á þessu ári byggt hér stóran og g'óðan spítala. Er húsið sjálft mjög vandað að öllum frágangi og fullnægir öllum heil- brigðiskröfum nútímans. Rúmgóð herbergi, loftræsing ágæt, vatnsleiðsla um allt húsið og frárennslispípur. Líkhús með líkskurðarstofu hefur verið byg'gt rétt hjá. Er ætlazt til, að á þessum spitala verði rúm fyrir 17 sjúklinga á stofuhæð, en á lofti eru einnig niörg góð og' rúmgóð herbergi, svo að vel mætti hafa þar 24—26 sjúklinga, ef á lægi. Spítali þessi verður jafnt fyrir íslendinga sem útlendinga, og verður eflaust opinn til afnota sjúklingum allt árið. Innbú allt er enn ókomið svo og' þjónustufólk. Hef ég von um, að það komi í apríl eða maí næstkomandi og spítalinn geti þá tekið til starfa.“ Eins og áður er getið (í kaflanum um mislinga), kom mislingasjúkur maður til Seyðisfjarðar í maímánuði og' var einangraður þar, svo að sóttin barst ekki í aðra. Þar átti að vera sóttvarnarhús til þess að einangra í slíka sjúklinga, og' segir héraðs- læknirinn í Seyðisfjarðarhéraði þessa sögu af því og nothæfi þess: „Þegar einangra skyldi mislingasjúklinginn, var sóttvarnarhús kaupstaðarins ekki til taks. Hús þetta hafði landsstjórnin sent hingað í kössum haustið áður. Það var nefni- lega lítið Döckers „felttjald“, sem átti að nota hér fyrir sóttvarnarhús, og var svo til ætlazt, að húsið væri að öllum jafnaði geymt inni í öðru húsi. Ef á þyrfti að halda, varð fyrst að reisa húsið á eins konar grunni, sem alltaf væri til taks, og átti það ekki að taka nema stuttan tíma. í húsinu voru 3 stofur, 1 salerni og lítil forstofa — engin baðáhöld, ekkert eldhús og' ekkert rúm, með öðrum orðum, það var ekki ólíkt þvi, að gert væri ráð fyrir, að húsið yrði aldrei notað. Nokkuð var það, að i þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.