Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 21
19
1901
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Alls voru skráðir 141 með lungnaberkla (tb. pulm.) og 63 með berklamein
annars staðar (tb. aliis locis), langflestir í Reykjavíkurhéraði (31 + 16) og Akur-
eyrarhéraði (17 -j- 12). Hér kemur það helzta, sem héraðslæknarnir segja frá henni
í aðalskýrslunum:
Reykjavíkurhérað: Tuberculosis er orðin hér sem í öðrum löndum eitt hið mesta
niein. Mér er kunnugt um, að 8 manneskjur hafa dáið á árinu af þessum sjúkdómi,
en tel víst, að dauðsföllin hafi verið fleiri, því að margir brjóstveikir aumingjar leita
skottulækna eða hætta að leita læknis, og veit læknir því ekki um alla þá, sem deyja.
Borgarfjarðarhérað: Berklaveiki er enn, sem betur fer, fremur fátíð hér, en þó
heldur að fara í vöxt. Hún hefur allt til þessa, síðan ég fór að athuga liana fyrir ca.
5 árum, aðeins komið fyrir, svo að ég viti af, á 13 bæjum í héraðinu, en á flestum
þeirra hafa komið fyrir fleiri tilfelli, sem líka er eðlilegt, þegar hugsað er um
..hygieniska“ ástandið á íslandi. Á bæjum þessum búa fjölskyldur, sem ýmist eru
mjög skyldar hver annari eða venzlaðar, eða j)á að yfirfærsla sjúkdómsins hefur
orðið þannig, að nýjar fjölskydur hafa flutt inn i pestarbælin og sýkzt svo, en hinar
veiku á aðra bæi og borið þannig veikina í húsin.
Dalahérað: Þótt eigi verði sagt, að berklaveiki fari hér í vöxt þessi árin, þá er
þessi þunga sýki þó greinilega hér á 1 heimili í fleirum en einuin, og 1 sjúklingur
dó úr berklaveiki í lungum á öðru heimili í marz þetta árið.
Beruffarðarhérað: Á þessu ári hafa 3 berklasjúklingar dáið hér, 1 hefur
fengið bata og öðrum batnað að nokkru leyti. Á 1 af þessum sjúklingum var tuber-
culosis ekki diagnosticeruð fyrr en eftir dauðann. Það var drengur, sem ég sendi til
Reykj avikur til operationar við sullaveiki, og dó hann þar. Læknirinn, sein opera-
tionina gerði (G. M.), skrifaði mér, að hann hefði við krufningu fundið berklasár
í görnum og berklaskemmdir í lungum líksins.
Mýrdalshérað: Helztu andfærasjúkdómar, sem hér verður vart, eru kronisk
bronchitis, mest part í gömlu fólki, og má því nærri því kalla fysiologiska. Hin
mjög umtalaða tuberculosis er hér sannarlega „rara avis“, hvað svo sem aðrir læknar
segja um sívaxandi útbreiðslu hennar. Ég fyrir mitt leyti leyfi mér sannarlega að
efast um rétta diagnose hjá suinum ungu læknunum, sem flest telja upp „berklatil-
fellin“, enda því nær ómögulegt að sanna þau án mikroskops. Beinsjúkdómar af
tuberculös uppruna koma hér heldur svo sem engir fyrir. Resumé: Tuberculosis er
svo sem óþekktur sjúkdómur í Mýrdalshéraði, eftir því sem ég hef komizt næst.
Rangárhérað: Castratio beggja megin. Ekkert bar á veiki í því síðar opereraða,
Þegar nauðsyn krafði, að hið fyrra væri opererað. Maðurinn dó úr heilabólgu 7
mánuðum eftir síðari operationina. Sectio varð ekki gerð. Á þessu heimili liafa 5
dáið úr tuberculosis pulm. á 7 árum.
Keflavíkurhérað: Tuberculosis bæði í lungum og á öðrum stöðum er sífellt að
aukast í umdæminu. Hefur sú veiki komið 8 sinnum í'yrir í lungum þetta ár, og 1
sjúklingur er tilfærður þetta ár með veikina á öðrum stöðum, en óefað hafa fleiri
hana.