Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 70
1903
68
Borgarfjarönrhérað: Taugaveiki kom fyrir 4 sinnum á árinu á 3 bæjum.
A einum af þessum bæjum, Grund í Skorradal, hefur taugaveiki komið upp árlega
nú í fleiri ár á sumrin, og á einum hinna bæjanna hefur taugaveiki gengið ekki alls
fyrir löngu.
Mýrahérað: Taugaveiki barst að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi í júnílok
með syni bóndans þar, sein hafði verið á fiskiskútu úr Ólafsvík, sem 2 menn höfðu
sýkzt af í mánuðinum, að líkindum af taugaveiki. Ég lét hafa samgönguvarúð við bæ-
inn. Veikin var á bænum þangað til í nóvember, en þá dó seinasti sjúklingurinn, sem
veiktist þar, 13 ára stúlka, af peritonitis, sennilega eftir perforation; þá var öllum hin-
um 7, sem veikzt höfðu j>ar, batnað, og var síðan sótthreinsað þar í desembermánuði.
Veikin barst ekkert út af heimilinu.
Þingeyrarhérað: 1 miðjum janúarmánuði kom upp taugaveiki á Ingjaldssandi í
Mýrahreppi. Veiktist þá fyrst stúlka um tvítugt og nokkru síðar systir hennar, sem
svaf hjá henni. Ég sá sjúklingana fyrst i febrúar, og var þá 18 ára stúlkan lögzt í
sama á næsta bæ við. Eg aftók allar samgöngur við aðra bæi, fyrirskipaði aðrar var-
úðarreglur og lét að endingu sótthreinsa, eftir að sóttin var um garð gengin. Veiktist
ekki nema þessi eina stúlka á siðari bænum, en á hinum veiktist hver af öðrum,
samtals 7, og 1 dó. Á flestum var veikin væg. Ekki g'et ég' fært neinar líkur að, hvernig
veikin hafi komið upp.
ísafjarðarhérað: Helzt litur út fyrir, að taugaveiki sé orðin landlæg í héraðinu,
að minnsta kosti í Álftafirði og Bolungarvík. Skráðir eru 26, og dóu 4 þeirra, (sjá
skýrslu um sjúkrahúsið).
8.—9. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerine & cat. intest. acut.).
Þeirra gætti nú með minnsta móti. Voru nálega hálfu færri skráðir með þá til
samans en árið áður, 49 -j- 664 nú, 228 -f- 1017 þá. Er þeirra ekki getið í aðalskýrsl-
um, svo að teljandi sé, nema í aðalskýrslu úr /7lisainkurhéraði. Þar segir svo:
I ár hefur öðru hverju verið að bera á hinu illkynjaða garnakvefi, sem ég skýrði
frá i skýrslu minni í fyrra. 2 börn dóu úr þvi, og mörg urðu mjög veik.
10. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
28 lconur voru skráðar i 15 héruðum (20 í 10 héruðum árið áður). Ekki er talið,
að fleiri hafi dáið en 3. Annars er hennar ekki teljandi getið í aðalskýrslunum.
11. Heimakoma (erysipelas).
Hún var álíka tíð og árið áður: 113 skráðir nú, 110 þá. Vægari hefur hún að
líkindum verið, því að ekki er talið, að fleiri en 1 hafi dáið úr henni, en 5 árið áður.
Læknar minnast ekki á hana i aðalskýrslunum.
12 Gigtsótt (fehris rheumatica).
Sjúklingum með gigtsótt fjölgaði enn til muna: voru skráðir 135, en 93 árið
áður. Væg mun hún yfirleitt hafa verið, því að læknar geta hennar nálega elcki í
aðalskýrslum, og ekki er talið, að hún yrði neinum að fjörlesti.