Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 58
1902
f)<)
sem fyrir þekkingar- og efnaleysi skemmist sums staðar meira en skyldi. Matreiðsl-
an, t. d. brauðgerðin, er ekki heldur sem fullkomnust. Nægan og góðan mjólkurmat
hafa menn samt víðast hvar mestan tíma ársins.
Fljótsdnlshérað: Af lifnaðarháttum manna í héraðinu er fátt að segja. Þeir eru
auðvitað hinir sömu og víðast annars staðar í landinu. Að vísu er ekki ha>gt að segja
annað en menn hafi víðast sæmilegt viðurværi, að því er mér er kunnugt, jafnvel
þótt sums staðar sé fátækt.
Eyrarbakkahérað: Undanfarin fiskileysisár hafa þrengt að almenningi hér við
sjávarsíðuna, en aftur bætir úr fyrir mörgum garðrækt, sem hvarvetna er allvel
stunduð.
5. Meðferð ungbarna.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskagahérað: Allflestar mæður hafa börn sín á brjósti, að minnsta kosli
fyrstu mánuðina, sumar 2—3 ár, en það er einkum hjá þeim efnaminni, sem ekki
geta keypt mjólkina. Hirðing á börnum má einnig heita í g'óðu lagi, þótt sjá megi
innan um óþrifnað og vanhirðingu. Þetta hefur þó mikið lagazt hin síðari árin. Þó
skal ég geta þess, að enn einu sinni rakst ég á barn, sem var látið nota dúsu, og var
því borið við, að barnið g'æti ekki drukkið úr vanalegum pela. Ég þreif dúsuna af
barninu og kastaði henni í eldstóna. Annars vill það brenna við hjá mörgum, að ung-
börnuin er gefin of snemma óhentug fæða.
Borgarfjarðarhérað: Mjög margar mæður hafa ekki börn sín á brjósti eða þá
um allt of stuttan tíma. Bera þær því ýmist við, að mjólkin falli ekki til brjóstanna,
eða vörturnar séu of litlar eða sár á þeim. Um ungbarnadauða í héraðinu er mér
ekki vel kunnugt, því að læknar fá engar skýrslur um hann, sem ætti þó að vera.
Þó hygg' ég, að hann muni vera með meira móti þetta árið.
Nauteyrarhérað: Því miður virðast mæður hér hafa ótrú á því að hafa börn sín
á brjósti, þótt engin g'ild ástæða sé fyrir hendi. Þar sem ég hef getað komið því við,
hef ég reynt að eyða þeirri ótrú, en oft átt erfitt. Til dæinis var ég einu sinni
sóttur til konu, sem lá á sæng að fyrsta barni. Fannst mér sjálfsagt fyrir þá konu
að hafa barn sitt á brjósti, enda hafði hún ekkert á móti því, en yfirsetukonan —
ólærð — var á öðru máli. Meðan móðirin svaf og hvildist eftir fæðinguna, varð ég
hvað eftir annað að taka pela með ógeðslegri dúsu af yfirsetukonunni, sem alltaf
stakk þessu upp í barnið, ef ég hafði augun af henni eða gekk frá, þótt ég hvað eftir
annað Ieiddi henni fyrir sjónir, að barnið hefði aðeins illt af þessu. Yfirleitt er það
mest undir yfirsetukonunum komið, hvernig meðferð ungbarnanna er, því að þær
eiga að kenna mæðrunum.
Hestegrarhérað: Veikindi á ungbörnum eru hér fremur tíð, og mun orsökin til
þess aðallega vera sú, að mæður hafa ekki eins títt börn sín á brjósti og ætti að vera.
Kenna þær það því oftast, að þær séu svo veikar, að þær þoli það ekki, að barnið fá-
ist ekki til að taka brjóstið, eða að þær megi ekki binda sig svo við barnið vegna
heimilsanna. Að því er veiki þeirra snertir, skal tekið fram, að oftast mun hún
vera hysteria, sem er hér mjög almenn.
Hofsóshérað: Almennast munu konur hér hafa börn sín á brjósti, enda er víða
eigi um annað að gera, því að búendur eru hér mjólkurlitlir margir hverjir,