Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 89

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 89
87 1904 Sjúklingafíöldi 1901- Sjúklingar ... , 2. Mislingar (morbilli). "1904: 1902 1903 3 1904 802 Þeir bárust í apríl frá Noregi lil hvalveiðastöðva i Hesteyrarhéraði og ísafjarðar- héraði. 1 Hesteyrarhéraði var sóttin stöðvuð í það sinn, og smitaðist þar enginn af þeijn eina manni, sem veikur kom þangað. í ísafjarðarhéraði gekk miður. Þar höfðu samgöngur átt sér stað við hvalveiðastöðina á Langeyri, sem veikin fluttist upphaf- lega til, áður en héraðslæknir fékk vitneskju um sóttina, og án þess að hann fengi Um þessar samgöngur að vita. Fyrst eftir að fór að verða vart við sóttina i nágrenni stöðvarinnar, fékk héraðslæknir ekki heldur um hana að vita, svo að hún lék þar lausum hala fyrstu vikurnar. Mest breiddist hún út eftir fermingannessu á Eyri i Seyðisfirði 22. maí (á hvítasunnudag), og þótt eftir það væru fljótlega gerðar strang- ar sóttvarnaráðstafanir, varð ekki við neitt ráðið. Fór sóttin að kalla á hvert heimili i mörgum sveitum og barst loks til ísafjarðarkaupstaðar í júnímánuði. Segir héraðs- læknir, að varla nokkurt heimili hafi sloppið og gizkar á, að um 1500 hafi sýkzt, og um 23 vissi hann, er dóu. Frá ísafirði barst svo sóttin í nálæg héruð. í Þingeyrar- héraði varð hún þó brátt stöðvuð, kom þar aðeins á 4 bæi. Sömuleiðis var hún stöðvuð í Dalahéraði, kom þar aðeins á 1 bæ. í Nauteyrarhéraði kom hún í júni, og segir héraðslæknir, að þar muni flestir hafa sýkzt, sem ekki höfðu haft mislingana 1882. f júlí barst sóttin með dreng' frá ísafirði til Hesleyrarhéraðs, að Látrum í Að- alvík, og tók þar hvert heimili í sumum hreppum, en önnur byggðarlög sluppu. Til Strandahéraðs barst hún frá ísafirði í júní og tók flest heimili í 4 hreppum. Loks kom færeyskt fiskiskip með mislingaveikan mann lil Siglufjarðar í ágúst. Yar hanu látinn liggja kyrr um horð og skipið einangrað á Siglufjarðarhöfn. Veiktust 8 alls af skipverjum, en sóttin barst hvorki á land né í önnur skip. Læknar segja yfirleitt, að veikin hafi verið væg og manndauði tiltölulega lítill. Héraðslæknirinn i ísafjarðar- héraði segir, að svo hafi einkum verið framan af, en veikin þyngzt, eftir því sem hún breiddist meira út, enda er það algengur háttur farsótta. Af fylgikvillum bar mest á eyrnabólgu og niðurgangi, auk lungnabólgu, en hún varð flestum þeirra að bana, sem dóu. Einkum var niðurgangurinn tíður. Gizkar héraðslæknirinn í fsafjarð- arhéraði á, að til uppjafnaðar muni annarhver mislingasjúklingur liafa fengið hann, meiri eða minni. — Ströngum sóttvörnum var alls staðar beitt, eftir að kunnugt varð um sóttina, þótt víða kæmi að litlu haldi, og sumir héraðslæknanna (Stranda og Siglufjarðar) geta um, að þeir hafi látið sótthreinsa alls staðar, þar sein sóttin kom, þegar hún var um garð gengin. Aðrir, svo sem héraðslæknirinn í Nauteyrarhéraði, tóku eftir því, að sjúldingar smituðu ekki, þótt þeir væru ný-staðnir upp úr stuttri legu, og munu því varla hafa látið sótthreinsa, og það hafa þeir liklega ekki gert heldur, sem ekkert minnast á það. Óháð þessum faraldri á Vestfjörðum var það, að til Seyðisfjarðar kom í maí maður veikur af mislingum, sjómaður á norsku fiskiskipi, en hann var einangraður ó spitalanum þar, og sóttin breiddist ekki út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.