Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 75
73
1903
'3 öðrum héruðum eru þeir taldir meðal tiðusíu sjúkdóma (Skipaskaga, Borgar-
fjarðar, Dala, Akureyrar, Höfðahverfis, Húsavíkur, Seyðisfjarðar, Fáskrúðsfjarðar
°g Vestmannaeyja). Næst efstir á blaði eru nú tannsjúkdómar. Eru taldir 425 með
Þá í 9 héruðum (Skipaskaga, Borgarfjarðar, Mýra, Dala, Sauðárkróks, Höfðahverfis,
Húsavikur, Fáskrúðsfjarðar og Vestmannaeyja). Þriðju í röðinni eru nú gigtsjúk-
dómar aðrir en gigtsótt, taldir 368 sjúklingar í 11 héruðum (Skipaskaga, Borgar-
fjarðar, Mýra, Dala, Stranda, Akureyrar, Höfðahverfis, Húsavíkur, Seyðisfjarðar,
Fáskrúðsfjarðar og Vestmannaeyja) og loks móðnrsijki og taugaveiklun ýmiss konar:
1"1 í 7 héruðum.
2. Skyrbjúgur (scorbutus).
Hans er nú getið í 8 héruðum og sjúklingar alls 21. Er það miklu fleira en árin
á undan, en að vísu voru 3 af sjúklingunum útlendingar ( í Fáskrúðsfjarðarhéraði).
Af hinum var 1 í ísafjarðarhéraði, 2 í Siglufjarðar, 2 í Akureyrar, 6 í Húsavíkur, 1
í Vopnafjarðar (dó), 4 i Seyðisfjarðar (1 dó) og 2 í Reyðarfjarðar. Ekki er sjúkdóms-
ins getið annars staðar en í sjúkdómaupptalningum, nema í aðalskýrslu úr Siglu-
fíarðarhéraði: „Scorhutus kom fyrir á einu heimili í Siglufirði í aprílmánuði, og veiktist
konan og 1 af börnum hennar. Þessi sjúkdómur er orðinn mjög sjaldgæfur nú orðið,
sem betur fer; bar talsvert á honuin hér fyrir rúmum 20 árum.“
3. Beinkröm (rachitis).
Beinkröm var óvíða nefnd í skýrslum frá árunuin 1901 og 1902, aðeins 1 eða ör-
fáir sjúklingar í stöku héraði. Þetta ár (1903) eru taldir 13 beinkramarsjúklingar í
Seyðisfjarðarhéraði einu og 18 samtals í 7 héruðum öðrum (Borgarfjarðar 2, Mýra
1, Dala 3, Akureyrar 4, Höfðahverfis 1, Húsavíkur 3, Reyðarfjarðar 4). Auðvitað
hefur allur þorri beinkramarsjúklinga á Iandinu farið fram hjá læknuin þessi ár öll.
4. Fátíðir sjúkdómar og sjúkdómseinkenni.
Um 1 sjúkling með ascariasis er getið í Dalahéraði og annan í Fáskrúðsfjarðar-
héraði, en sá var útlendur.
Héraðslæknisins í Húsavíkurhéraði var leitað til konu með imgndaða barns-
þykkt (grossesse nerveuse). Þykir ekki ástæða til að taka hér upp frásögn læknis-
ins, með því að hún er ekki í neinu verulegu frábrugðin þeim 2 lýsingum á þess-
ari ímyndunarveiki, sem eru í Heilbrsk. 1902.
Mola hydatidosa kom fyrir í Barðastrandarhéraði.
Héraðslæknirinn í Fljótsdalshéraði segir frá harni með vatnshaus. Var læknis
vitjað til konunnar til að hljápa við fæðinguna, en þegar hann kom var barnið fætl
sjálfkrafa, og' hafði hausinn sprungið í fæðingunni, hefur sjálfsagt verið farinn að
rotna, því að læknirinn segir, að barnið mitni hafa verið dáið fyrir viku.
Héraðslæknirinn í Höfðahverfishéraði getur á þessa leið um sjúkling, sem hann
telur, að hafi haft lupus vulgaris hgpertrophicans. „Var hann á ca. lófastórum
bletti bak við vinstra eyra og niður á hálsinn, svo og töluvert um eyrað sjálft,
með serpiginösum röndum aftan á hálsinum; auðsjáanlega stafaði hann frá berkla-
10