Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 90

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 90
1904 88 3. Skarlatssótt (scarlatina). Sjúklingafíöldi 1901—1904: 1901 1902 Sjúklingar 1043 440 1903 80 1904 35 Talið var, að sá skarlatssóttarfaraldur, sein cnn voru leifar af, bærist hingað frá út- löndura á öndverðu árinu 1900 (sjá Heilbrigðisskýrslur 1901). Komst hann hæst árið eftir og' fór siðan þverrandi næstu árin, en dó aldrei út til fulls. Hefur skarlatssótt síðan verið hcr innligsa og áraskipti að tíðni, eins og gengur. Siglufjarðarlæknirinn hyggur að visu, að skarlatssótt, sem þar kom upp í júlí og 5 sýktust af, muni hafa komið frá Noregi, en héraðslæknirinn í /1 kureijrarliéraði dregur það mjög í efa. Hann segir svo: „Skarlatssótt fluttist hingað til héraðsins í lok ágústmánaðar, en um veikina vissi ég ekki fyrr en í september, og var hún þá komin á marga bæi á Svalbarðsströnd, án þess að nokkur segði lækni frá. Ég fór síðan ótilkvaddur og rannsakaði þetta, þvi að grunað hafði mig, hvað um væri að vera, og fengið hafði ég óljósa frétt um það. Þó má geta þess, að mín hafði verið vitjað frá fyrsta heimilinu til barns með háls- bólgu. Var þá ekkert útþot komið eða önnur einkenni veikinnar. Þá vissi ég enga von veikinnar og gat ekki þekkt hana af hálsbólgunni einni, bað heimilisfólk að gera mér aðvart, ef ný einkenni kæmu í ljós, en það var vanrækt. Ströng samgönguvarúð var fyrirskipuð við alla bæina, og stöðvaðist veikin í héraðinu við það. Eigi að síður hefur hún gosið upp á ný á Svalbarðsströnd (í febrúar 1905). í nóvembermánuði fluttist veikin hingað til bæjarins, og má ganga að því vísu, að hún hafi flutzt með óleyfilegum samgöngum við Svalbarðsströndina. Síðan hefur hún haldizt hér við, þótt örfáir hafi sýkzt, enda hefur sóttvörnum verið beitt hvarvetna. Sterkan grun hef ég á því, að meðfram sé þetta því að kenna, að sumir dylji veikina til þess að sleppa hjá sóttvörnum. Enga vissu hef ég fyrir því, hvaðan veikin er flutt. Flestir héldu, að hún hefði komið hingað með Norðmönnum, en við nánari athugun reyndist jiað þó tilgáta ein, sem fulla sönnun vantaði algerlega fyrir. Ég tel það eins líklegt, að þetta geti verið sami faraldurinn, sem fyrir nokkrum árum fluttist til Suður- landsins, og sé nú seint og síðar meir fluttur hingað í annað sinn, þótt sannanir geti ég heldur ekki fært fyrir því. Veikin hefur verið væg á langflestum sjúklingunum. Surnir hafa aðeins fengið hálsbólgu, en hvorki útþot né flagning. Að veikin hefur eigi að síður verið skarlatssótt má ráða af því, að þessir sjúklingar voru á skarlats- sóttarheimilunum og sýktust í sama mund og hinir, sem lögðust þyngra með öllum einkennum veikinnar. Nokkrir af sjúklingunum sýktust aftur alvarlega, og 1 barn var nær því dáið af fylgikvillum. Það fékk eitlaígerð á hálsi, og seig gröfturinn niður í mediastinum niður að hjarta og át sig inn í v. jugularis, sein var alveg sundur á stórum parti. Barninu varð bjargað með skurði, þegar það var að dauða komið, og þurfti snarræði til. 1 sjúklingur. fékk alvarlega nephritis, fleiri snei’t af henni og meiri eða minni liðagigt. Á þeim sjúklingum, sem þyngst lögðust, var veikin typisk.“ Sjúklingafíöldi 1901- Sjúklingar .. . . 4. Barnaveiki (diþhtheritis). -1904: 1901 35 1902 116 1903 107 1904 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.