Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 23
21
1-901
Langflestir eru úr Eyrarbakkahéraði (17) og þar næst úr Reykjavíkur og Akureyrar-
héruðum (10 úr hvoru), en þess ber að gæta, að flestir, sem skráðir eru í Reykjavík
og Akureyri eru aðkomusjúklingar, er sótt hafa þangað víðs vegar að til lækninga.
-— Hundalækningar telja flestir héraðslæknarnir, að hafi verið í lagi, en nokkrir, að
þær hafi verið í megnum ólestri.
6. Kláði (scabies).
Tæplega 300 kláðasjúldingar eru skráðir, en þeir læknar, er á annað borð minn-
ast á kláða í aðalskýrslum, telja, að hann muni vera langt um tíðari en skráningin
sýnir.
7. Krabbamein (cancer, sarcoma).
Engin sérstök skýrsla er uin þau, en nokkrir læknar geta í aðalskýrslunum um
krabbameinssjúklinga, er þeir vita um; eru það 28 sjúklingar með krabbamein
(cancer labii 1, ca. genae 1, ca. oesophagi 1, ca. ventriculi 14, ca. hepatis 1, ca. mam-
niae 8 og ca. uteri 2) og 3 með sarkmein (sarcoma antibrachii 1, s. humeri 1 og s.
femoris 1).
8. Drykkjuæði (delirium tremens).
6 eru skráðir í Reykjavíkurhéraði, en enginn annars staðar.
r
C. Ymsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
í aðalskýrslum sumra læknanna er skrá yfir þá sjúlcdóma, er þeir hafa fengið
til meðferðar á árinu og' getið sjúklingafjölda í hverjum um sig. Má þar sjá, hvaða
sjúkdómar hafa verið tíðastir hjá þeim. Víðast er ýmiss konar magaveiki þar efst á
blaði (Dala 33, Þingeyrar 156, Akureyrar 77, Seyðisfjarðar: magakvillar tíðastir
að frátöldum farsóttum, Húsavíkur 47, Mýrdals: algengastir — sjá kaflann um
mataræðið, Keflavíkur 129) og þar næst gigt (rheumat. musc. v. artic. chron.),
Borgarfjarðar 32, Dala 27, Þingeyrar 167, Húsavíkur 45, Keflavikur 40). í þriðju röð
koma svo víðast tannskemmdir, sums staðar taugaveikhin (neurastheni & hysteri).
2. Skyrbjúgur (scorbutus).
Hans er getið í 4 héruðum. í aðalskýrslu úr Ólafsvíkurhéraði segir svo: 2 sjúk-
lingar vitjuðu min með scorbutus á árinu; báðir voru þeir fátæklingar, sem áttu við
dlan aðbúnað að búa. — Hin héruðin voru Seyðisfjarðar (2 sjúkl.), Fáskrúðsfjarðar
(0 sjúkl.) og Keflavíkur (1 sjúkl.).
3. Fátíðir sjúkdómar.
Af sjúkdómum, sem læknarnir telja fátíða hér, geta þeir um leukaemi, elephan-
basis, ascariasis og diabetes. Hinn síðast nefndi sjúkdómur er talinn í Vestmanna-
eyjum, en a. ö. 1. engin grein fyrir honum gerð. Um hina segir svo í aðalskýrslunum:
Reykjavíkurhérað: Á þessu ári kom fýrir mig sjúkdómur, sein ég veit ekki til, að
áður hafi gert vart við sig hér á landi. Sjúkdómurinn var leukaemia og sjúklingurinn