Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Síða 21

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Síða 21
19 1901 2. Berklaveiki (tuberculosis). Alls voru skráðir 141 með lungnaberkla (tb. pulm.) og 63 með berklamein annars staðar (tb. aliis locis), langflestir í Reykjavíkurhéraði (31 + 16) og Akur- eyrarhéraði (17 -j- 12). Hér kemur það helzta, sem héraðslæknarnir segja frá henni í aðalskýrslunum: Reykjavíkurhérað: Tuberculosis er orðin hér sem í öðrum löndum eitt hið mesta niein. Mér er kunnugt um, að 8 manneskjur hafa dáið á árinu af þessum sjúkdómi, en tel víst, að dauðsföllin hafi verið fleiri, því að margir brjóstveikir aumingjar leita skottulækna eða hætta að leita læknis, og veit læknir því ekki um alla þá, sem deyja. Borgarfjarðarhérað: Berklaveiki er enn, sem betur fer, fremur fátíð hér, en þó heldur að fara í vöxt. Hún hefur allt til þessa, síðan ég fór að athuga liana fyrir ca. 5 árum, aðeins komið fyrir, svo að ég viti af, á 13 bæjum í héraðinu, en á flestum þeirra hafa komið fyrir fleiri tilfelli, sem líka er eðlilegt, þegar hugsað er um ..hygieniska“ ástandið á íslandi. Á bæjum þessum búa fjölskyldur, sem ýmist eru mjög skyldar hver annari eða venzlaðar, eða j)á að yfirfærsla sjúkdómsins hefur orðið þannig, að nýjar fjölskydur hafa flutt inn i pestarbælin og sýkzt svo, en hinar veiku á aðra bæi og borið þannig veikina í húsin. Dalahérað: Þótt eigi verði sagt, að berklaveiki fari hér í vöxt þessi árin, þá er þessi þunga sýki þó greinilega hér á 1 heimili í fleirum en einuin, og 1 sjúklingur dó úr berklaveiki í lungum á öðru heimili í marz þetta árið. Beruffarðarhérað: Á þessu ári hafa 3 berklasjúklingar dáið hér, 1 hefur fengið bata og öðrum batnað að nokkru leyti. Á 1 af þessum sjúklingum var tuber- culosis ekki diagnosticeruð fyrr en eftir dauðann. Það var drengur, sem ég sendi til Reykj avikur til operationar við sullaveiki, og dó hann þar. Læknirinn, sein opera- tionina gerði (G. M.), skrifaði mér, að hann hefði við krufningu fundið berklasár í görnum og berklaskemmdir í lungum líksins. Mýrdalshérað: Helztu andfærasjúkdómar, sem hér verður vart, eru kronisk bronchitis, mest part í gömlu fólki, og má því nærri því kalla fysiologiska. Hin mjög umtalaða tuberculosis er hér sannarlega „rara avis“, hvað svo sem aðrir læknar segja um sívaxandi útbreiðslu hennar. Ég fyrir mitt leyti leyfi mér sannarlega að efast um rétta diagnose hjá suinum ungu læknunum, sem flest telja upp „berklatil- fellin“, enda því nær ómögulegt að sanna þau án mikroskops. Beinsjúkdómar af tuberculös uppruna koma hér heldur svo sem engir fyrir. Resumé: Tuberculosis er svo sem óþekktur sjúkdómur í Mýrdalshéraði, eftir því sem ég hef komizt næst. Rangárhérað: Castratio beggja megin. Ekkert bar á veiki í því síðar opereraða, Þegar nauðsyn krafði, að hið fyrra væri opererað. Maðurinn dó úr heilabólgu 7 mánuðum eftir síðari operationina. Sectio varð ekki gerð. Á þessu heimili liafa 5 dáið úr tuberculosis pulm. á 7 árum. Keflavíkurhérað: Tuberculosis bæði í lungum og á öðrum stöðum er sífellt að aukast í umdæminu. Hefur sú veiki komið 8 sinnum í'yrir í lungum þetta ár, og 1 sjúklingur er tilfærður þetta ár með veikina á öðrum stöðum, en óefað hafa fleiri hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.