Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 97

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 97
05 1904 dæini, að á sumum sjúklingunum hér hefur hvorki sést útþot eða nokkur skinn- fla gningur, þó að um áreiðanlega skarlatssótt hafi verið að ræða.“ 17. Magakvef með sótthita (febris gastrica s. continua). Sjúklingafíöldi 1901 1904: 1901 lí)02 1903 1904 Sjúklingar......................... 61 62 35 38 Héraðslæknirinn í Hofsóshéraði getur um dálítinn sóttarfaraldur í Fljótum og Viðvíkursveit, er hann kveðst ekki geta skírt. Er því enginn þeirra 11 sjúklinga, er hann getur um þarna, skráður nema 1, en hann sá héraðslæknir í Siglufjarðarhéraði og taldi, að hefði febris gastrica. Varla er vafi á því, eftir lvsingu læknisins að dæma, að þarna hefur verið um meira og minna „atypiska“ taugaveiki að ræða, eins og yfir höfuð flest eða allt það, sem kallað var febris gastrica. Enginn skyldi lá sveitalækn- um þá og fyrr, þótt þeir færu stundum villt í þessu. Taugaveilci er vanalega tor- þekkt framan af, einkum ef flest tæki vantar til sjúkdómsgreiningar, eins og þá var, og svo voru sjúklingarnir einatt langar leiðir í burtu, svo að enginn vegur var að fvlgjast daglega með sjúkdómnum. Og úr því að sjúkdómsheitið febris continua var á sjúkraskránum, var ekki óeðlilegt, að læknirinn notaði það, þegar hann gat ekk- ert fundið nema sótthita, slen, höfuðverk o. þ. h. til að liyggja sjúlcdómsgreiningu á. Ef sjúklingnum batnaði, án þess að hann ju-ði áður verulega þungt haldinn, eða ef læknir fékk ekkert um afdrif hans að vita, var væntanlega látið við þessa sjúkdóms- greiningu sitja, en ef sjúklingnum hélt áfram að versna og greinileg taugaveikisein- kenni komu í ljós, hefur sjálfsagt oftast sjúkdómsgreiningunni verið breytt í rétta átt.1) 18. Heilasótt (meningitis cerebro-spinalis epidemica). í 3 héruðum eru skráðir 4 sjúklingar (Miðfjarðar 1, Vopnafjarðar 1, dó, Gríms- oes 2, annar dó). 1901 voru líka skráðir 4 með þessa sótt, dóu 2. 1902 voru skráðir 5, dóu allir. 1903 var enginn skráður. Sjúkdómsgreiningin væntanlega a. m. k. stund- oin vafasöm, sbr. Heilbrigðisskýrslur 1901. 19. Mænusótt (poliomyelitis anterior). Svo segir í aðalskýrslu héraðslæknisins i Reykjavíkurhéraði: Mér finnst vert oð geta þess, að síðari hluta ársins bar hér talsvert á sjúkdómi, sem annars er hér mjög sjaldgæfur. Það var j)oliomyelitis anterior. Börn og unglingar fengu veikina, og er mér kunnugt um, að sjúklingarnir urðu hér í bænum alls eitthvað 20. Margir af þeim eru nú (marz 1905) komnir til fullrar heilsu, en margir hafa líka enn lamanir í útlimum, handlegg'jum eða fótum, og munu aldrei verða jafngóðir. Enginn hefur dáið. Ég hef séð þess getið, að sjúkdómur þessi gangi stundum sem farsótt í öðr- um löndum, en veit ekki til, að það hafi komið fyrir hér á landi fyrr en nú. 1) Ekki er ósennilegt, að sjúklingur, sem er skráður i mánaðarskrá fyrir október úr Fljótsdals- úéraði með febris intermittens, hafi lent þar fyrir misritun i staðinn fyrir í næstu linu fyrir neðan (febris gastr. s. cont.) eða ofan (febris rheumatica). A. m. k. kemur ekki tii mála, að sjúklingurinn hafi haft mýraköldu, eins og sjúkdómsheitið bendir til. og hvorki cr hann skráður i skýrslunni um landfarsóttir eftir mánuðum né hans getið að neinu í aðalskýrslunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.