Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 26
24
Grenivíkur. Gerði nokkuð vart við sig alla mánuði ársins, sérstak-
lega í apríl, maí og júni, en var yfirleitt væg.
Breiðumýrar. Gerði vart við sig flesta mánuði ársins, en aldrei
neinn faraldur.
Kópaskers. Nokkur tilfelli flesta mánuði ársins.
Þórshafnar. Viðloðandi allt árið. Smáfaraldur í sept.—okt.
Vopnaj). Gekk ekki sem faraldur, en stakk sér niður.
SeyðisfJ. Gerði með meira móti vart við sig.
Nes. Viðloðandi allt árið. Mest bar á veikinni í júní og okt.—nóv.
Búða. Kverkabólga kom fyrir alla mánuði ársins, fiest tilfelli í júlí
og ágúst og lýsti sér þá sem faraldur. Á árinu voru niargir sjúklingar
sendir til Reykjavíkur til tonsillectomia, einkum stálpuð börn.
Djúpavogs. Viðloðandi allt árið. 1 sjúklingur fékk abscessus peri-
tonsillaris.
Kirkjubæjar. Mjög fá tilfelli.
Víkur. Óvenjumörg tilfelli á árinu. Nokkuð jafndreifð á mánuðina,
að undanteknum febrúar, en þá veiktust 40 í Skógaskóla af nemend-
um og starfsfólki.
Vestmannaeyja. Gerði vart við sig í öllum mánuðum ársins, einkum
vor- og haustmánuði, þó ekki verulega illkynja. Einstaka abscessus
peritonsillaris þurfti að opna, og gefa þurfti í nokkur skipti pensilín,
sem reyndist ágætlega.
Stórólfshvols. Gerði vart við sig alla mánuði ársins, aldrei sem veru-
leg farsótt, langtíðust í börnum og unglingum, yfirleitt væg.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli mánaðarlega allt árið. Abscessus sam-
fara 2 tilfellunum.
Laugarás. Reglulegur faraldur sigldi í kjölfar kvefsins fyrstu 3 mán-
uði ársins, en fór þá minnkandi eins og kvefið, en var viðloðandi með
dreifðum tilfellum allt árið.
Keflaviknr. Hálsbólga, sem svo er alltaf nefnd í daglegu tali, er einn
allra algengasti kvilli hér um slóðir, þrátt fyrir það, að mikið er um
háls- og nefeitlatökur úr börnum, og virðist ekki árangur augljós,
hvað þann kvilla snertir, enda ef til vill ekki tímabært að dæma um
það. Um hálsbólguna er það helzt að segja, að hún veldur mjög háum
hita og vanliðan nokkra daga, en ígerðir heldur fátíðar. þó að fyrir
komi, og þá venjulega alltaf aðeins öðrum megin.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 194? 1948 1949 1950
Sjúkl. 20248 21777 14086 18459 16158 18812 20707 17962 20187 22689
Dánir 443624 4 211
Með meira móti skráð, en annars, eins og gengur, að mestu leyti
dreifð og sundurlaus tilfelli, þó stöku sinnum smáfaraldrar, sem illa
eða alls ekki greinast frá inflúenzu, þegar hún er á ferð, eins og var
á þessu ári.