Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 213
211
(í 10 of lítið af feiti), smjör 4, smjörlíki 22, kakaóvörur 1 (af 1, súkku-
laðistöng, var megnt þráabragð), sykur 11, þurrkaðir ávextir 12 (1,
aprikósur, í því bjöllur, lirfur og púpur), undanrennu- og nýmjólkur-
duft 10, þvottaefni 1, öl 8, ýmislegt 78. Samkvæmt þessu reyndist 21
hér talinna 342 sýnishorna, eða 6,1%, að meira eða minna Ieyti gölluð
vara.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Eins og vænta má, fer mestur hluti heilbrigðiseftirlitsins í
eftirlit með tilbúningi, geymslu og dreifingu á matvælum og öðrum
neyzluvörum. Við eftirlitsstarfið hefur verið lögð áherzla á að bæta
eftir föngum meðferð alla á hvers konar matvælum í veitingahúsum,
matvinnslustöðvum og verzlunum. Unnið hefur verið að því eftir
mætti, að húsakynni slíkra stofnana yrðu eftir þörfum endurbætt i
þessu skyni, gólf, veggir og loft, skápar, borð, salerni, handlaugar
o. fl. standsett og möguleikar á loftræstingu, næg'ilegri birtu og við-
unandi hreinlæti auknir. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir, að
brauð, kölcur, kjöt, áskurður og önnur matvæli væru höfð óvarin á
afgreiðsluborðum, og einnig að fá borðunum breytt þannig, að við-
skiptavinir geti ekki snert umbúðalausar matvörur, andað á þær eða
hóstað. Eigendur stofnana hafa yfirleitt verið fúsir til samstarfs í
þessum efnum, en mjög oft hefur skortur á jafnvel nauðsynlegustu
uppþvotta-, hreinlætis- og ræstingartækjum, vegg- og gólfflísum, gólf-
dúkum o. fl., komið í veg fyrir umbætur á þessu sviði. Skorturinn á
hreinlætistækjum og öðrum hreinlætisvörum, jafnvel uinbúðapappír,
var heilbrigðiseftirlitinu á árinu alvarlegur Þrándur í Götu, og hefur
heilbrigðisnefnd og ég bent gjaldeyrisyfirvöldunum hvað eftir annað
á hættuna, sem þessu er samfara. Eigendur áður greindra stofnana
hafa þó margir hverjir sýnt mikinn dugnað í útvegun sjaldséðra
hluta, sem nauðsynlegir voru til endurbóta, einkum þar sem skórinn
kreppti hvað óþægilegast. Þá hefur verið unnið markvisst að því að
láta hreinsa til í téðum stofnunum og fjarlægja þaðan hvers konar
óþarfa hluti, drasl og annað, er óþrifnaður stafar af. Strangar kröfur
hafa verið gerðar um, að nauðsynleg þrifnaðargögn væru ætíð fyrir
hendi, ekki sízt í sambandi við salerni. Mjög víða vantaði við hand-
laugar ýmist handklæði eða sápu — eða hvort tveggja, en á þessu
hefur orðið mikil breyting til batnaðar. Reynt hefur verið að bæta
umgengni og snyrtimennsku starfsfólks, þar sem þess hefur verið
þörf, að fá það til að vera ætíð í hreinum hlífðarfötum og starfs-
stúlkur til að nota höfuðskýlur. Vöntun á hvítum sloppum og efni i
þá er þó óneitanlega nokkur afsökun fyrir þvi, að ástandið í þessum
efnuin var ekki eins og skyldi. Flestir þeir, er hér áttu hlut að máli,
tóku aðfinnslum vel og framkvæindu umbeðnar þrifnaðarráðstafanir
möglunarlaust eða -lítið. Sumir virtust aftur á móti vera sneyddir
allri þrifnaðarkennd. Var því alloft að margítreka fyrirmæli um um-
bætur, áður en úr var bætt, og í 5 tilfellum varð að leita aðstoðar
lögreglu til að fá þeim framgengt. Heilbrigðisnefnd hefur reynt eftir
mætti að fylgjast með gæðum mjólkurinnar. Eru á hverjum virkum
degi tekin nokkur sýnishorn í mjólkurstöðinni og í útsölustöðunum