Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 242
240
og áhöld til mjólkurmælingar. Mjólkinni var ausið upp úr brúsunum
með blikkmælum, og voru aðeins til 2 mælar, sinn aí hvorri stærð,
báðir notaðir við mælingu gerilsnej'ddrar og ógerilsneyddrar mjólkur.
Aðspurður kvaðst afgreiðslumaður skola mælana, þegar afgreiða
þurfti þessar mjólkurtegundir á víxl. — Að þessu eftirliti loknu hélt
heilbrigðisnefnd fund 29. ágúst. Var samþykkt, að næsta skoðun
skyldi fara frain í október, þegar kýr væru komnar á gjöf. Einnig,
ef mjólk væri seld frá vissum heimildum sérstaklega handa ungbörn-
um, skyldi mánaðarlegt eftirlit fara þar fram. Samþykkt að krefjast
fitumælingar strax. Fitumæling var fljótlega gerð, og kom í Ijós, að
á 3—4 bæjum reyndist fitumagnið 3% og svo allt upp í talsvert á
5.% hjá hinum hæstu. Svo misjöfn var varan. Hætt er við, að fitu-
magnið hafi rýrnað, er á leið veturinn, vegna slæmra heyja. — Síðla
sumars kom hér einhver á vegum mjólkureftirlitsins og festi upp
auglýsingu í mjólkursölubúðinni. Auglýsingin hófst á þessum orð-
urn: Viðskiptamenn, er ekki allt í lagi hérna? Auglýsing þessi var
á veggnum í stuttan tíma, en hvarf svo, enda að sumu leyti bjána-
leg' (sbr. sumar auglýsingar áfengisvarnarnefndar). Hvaða viðskipta-
menn mundu fara að skoða hendur á afgreiðslufólki eða rannsaka,
hvort það væri í hreinum fötum? Og hvaða íslenzkur viðskiptamaður
mundi kyrja einhverja lofgerðarrollu, þótt allt væri í lagi? — Þar sem
gerilsneydd mjólk er einnig seld í búðinni, var mælzt til við afgreiðslu-
mann að afgreiða hana úr geymi með áföstum mæli, sem var til, og
var yfirlýst, að svo skyldi gert. Var sú líka raunin í upphafi, en því
var fljótlega hætt. Hefur víst þótt of mikil fyrirhöfn að hella mjólk-
inni úr brúsunum í geyminn og seiniegt að mæla iir honum, sem og
líka er. — Alltaf var von á mjólkureftirlitsmanni ríkisins, og i októ-
ber var hann hér á ferð fyrir norðan. Ætlaði hann að koma hingað
og lagði af stað frá Akureyri með flóabátnum, komst til Hríseyjar
og gekk þar af skipinu vegna ills veðurs, þar sem líka var óvíst, hvort
báturinn kæmi hér inn á fjörðinn, sem hann þó gerði. Er eftirlits-
maðurinn því ókominn enn þá. — Það kom fljótlega í ljós, að með-
limir mjólkursamlagsins voru allt annað en ánægðir með niðurstöð-
urnar af skoðun minni. Var heilbrigðisnefnd boðuð á sameiginlegan
fund með stjórn kaupfélagsins og stjórn samsölunnar. í stuttu máli
sagt var fundur þessi hinn allra aumasti og vitlausasti, sem ég hef
nokkru sinni verið á, og hafa þó margir verið bágir. Var heilbrigðis-
nefnd fundið ýmislegt til foráttu, bæði fyrir það, sem hún hafði gert,
en ekki síður fyrir það, sem hún liafði ekki gert. Kom þar fram hið
algenga viðhorf til nefndarinnar: Hún er ágæt til að beita henni á
náungann, en ómöguleg í augum þeirra, sem verði fyrir barðinu á
henni. Virtist nefndin annað veifið eiga að vera alls staðar nálæg, m. a.
sjá um, að „sýklaberar" fyndust ekki í sveitinni. — Var allmikill
móður i bændum út af slúðursögum o. fl.; höfðu þeir við orð að
stefna sögumönnum (sem þeir þó ekki nafngreindu), voru með dylgj-
ur um ónafngreinda inenn (og það meira að segja háskólagengna!)
o. s. frv. og teygðu mjólkurreglugerðina eins og lirátt skinn. Eg sá
fram á, að árangur af fundinum mundi verri en enginn. Stóð ég því
upp og hélt ræðustúf. Kvaðst ég hafa búizt við, að ræða ætti um