Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 253
25 í
bera á óknyttum og smáspellvirkjum, en þar munu einnig unglingar
að verki. Uppeldi getur ekki verið nema í molum, þegar móðirin
vinnur ef til vill að meira eða minna leyti úti.
Grenivíkur. Allsæmilegt, en ef til vill hafa börnin of lítið eftirlit,
er þau komast það á legg, að þau geta séð um sig sjálf úti við. Eru
þá engin tök á að hafa eftirlit með þeim vegna fólkseklu.
Þórshafnar. 1 lakara lagi.
Seyðisfj. Ætti ekki að fara að verða mikið ábótavant, því að mikil
fræðsla er veitt á þeim sviðum af hinum rnörgu barnasálarfræðing'-
uni. Mér finnst mikið vanta á, að börnunum og sérstaklega ungling-
um um og yfir fermingu séu kenndar siðmenningarvenjur. Fæstir
unglingar kunna t. d. að þéra fullorðið fólk, og einnig er algengt að
heyra börn og unglinga sleppa sjálfsögðum titlum, svo sem að segja
„séra“, þegar prestur er ávarpaður, eða skólastjóri og kennari, þegar
slíkir menn eru ávarpaðir o. s. frv.
Kirkjubæjar. Sæmilegt. Mestu máli skiptir, að foreldrar hér eru
góðir við börnin, þó að nokkuð kunni að skorta á aga eða aðra
tamningu.
Vestmannaeyja. Víða ábótavant. Börnin læra ekki að hlýða, og
skólabörnin virðast seint læra mannasiði.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Stykkishólms. Yfirleitt ágæt.
Þingeyrar. Alls staðar góð.
Isafj. Meðferð þurfalinga er bér yfirleitt höfðingleg.
Sauðárkróks. Góð.
Grenivíkur. Engir þurfalingar hér nú.
Þórshafnar. Góð.
Seyðisfj. Góð hér, en um fáa er að ræða.
Kirkjubæjar. Ágæt.
Vestmannaeyja. Góð.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir utan sjúkrahúsa.
Læknar láta þessa getið:
Reykhóla. Ferðalög voru með líku sniði og áður, þó með minni
erfiðismunum en stundum fyrr vegna góðrar vetrarveðráttu. Bílvegur
teygist áfram vestur héraðið, og er nú kominn jeppavegur vestur í
miðja Gufudalssveit. En aðeins er þó urn sumarveg að ræða. Fór
nokkrar ferðir í Flatej'jarhérað.
Þingeyrar. Ferðir stuttar og fáar. Auðkúluhreppur vitjar læknis
oftast til Bíldudals. Má telja það eðlilegast vegna allrar aðstöðu.
Perðir héraðslæknis því nær eingöngu innan Dýrafjarðar.
Hólmavikur. Sumarmánuðina er nú bílfært um nærri allt héraðið,
og er það til mikilla bóta. Vetrarferðirnar eru hins vegar oft erfiðar
og tímafrekar, venjulegast farið á sjó í opnum trillubát, eins og hægt
er að komast, síðan gangandi, ríðandi eða á skíðum. Flestar ferðir
eru að líkindum i Drangsnesþorp, eða 28 ferðir af 93.