Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 76
74
síðan ég kom hingað. 5 þessara sjúklinga höfðu sprunginn botnlanga.
Allir sendir til Reykjavíkur og skornir þar. Enginn dó.
Reykhóla. 1 tilfelli á árinu, 22 ára karlmaður, skorinn i Reykjavík.
Bíldudals. Sjaldgæfur sjúkdómur hér. 3 veiktust á árinu, allir
fremur vægt, en voru siðar skornir upp.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Bolungarvíkur. Var svo tíð á árinu, að mér ofbauð. Árið áður kom
aðeins fyrir eitt og eitt tilfelli, en hér inun þó ætíð hafa borið mikið
á þessum sjiikdómi. Alls komu fyrir 16 tilfelli, 14 bráð, sem ég sendi
þegar til aðgerðar á Ísafjarðarspítala, og 2 voru resídíferandi, en með
bólginni totu og strengjum við aðgerð. Er það eftirtektarvert, að
langflest tilfellin eru börn eða unglingar 10—15 ára og að meginþorri
þeirra koma fyrir á 1. og 2. ársfjórðungi, en þá geisar hér inflúenzu-
faraldur (og adenitisfaraldur). Aðeins 2 tilfelli koma fyrir á 3. árs-
ljórðungi og 1 hinn síðasta. Liggur því nærri að ætla, að faraldurinn
hafi átt beinlínis þátt í að setja bólguna af stað.1) 3 botnlanganna voru
gangrenös og komnir undir perforatio, og í 1 tilfelli (2 ára telpa)
var botnlanginn sprunginn, er til aðgerðar kom (um 12 klukkustunda
gamall). Engin dauðsföll.
fsafi. Tíður kvilli hér í héraði, svo og í nágrenninu, og af öryggis-
ástæðum allir skornir í kasti, er til næst.
Hólmavíkur. 7 tilfelli: 12 ára drengur, með mislinga að auki, lézt
eftir skurðaðgerð. Miðaldra maður var fluttur til Blönduóss. Var
með retrocoecal abscess. 2 ungar konur fóru til skurðaðgerðar síðar,
að afstöðnu kasti. Sömuleiðis 2 bræður, 18 og 20 ára, sem voru skornir
síðar í Reykjavík. 7. tilfellið, aðkomudrengur 5 ára; mér ókunnugt
um, hvað úr varð.
Hvammstanga. 8 sjúklingar, allir skornir upp hér á sjúkraslcýlinu.
Einn þeirra, 29 ára gömul kona, reyndist hafa æxli í appendix. Histo-
logisk diagnosis: Chromaffinoma (carcinoid). „Án efa góðkynja
tumor“ (Rannsóknarstofa Háskólans). 1 eitt skipti tókst ekki að ná
appendix. Sjúklingurinn, 15 ára gömul stúlka úr Strandasýslu, nem-
andi í Reykjaskóla, hafði bráða botnlangabólgu. Þegar inn kom,
reyndist coecum talsvert sollið, en appendix sást ekki. Eftir dálitla
leit þóttist ég þó verða þess áskynja, að hann myndi liggja aftur á
við og upp á við, grafinn í samvöxtum. Þótti mér, eftir atvikum, óráð-
legt að róta svo til, sem þurft hefði, til að ná honum og lokaði sárinu.
Daginn eftir var flugferð frá Blönduósi til Reykjavíkur. Til öryggis
sendi ég þá sjúklinginn suður í Landakotsspítalann. Þar var botn-
langinn svo tekinn allmiklu síðar. Hann „lá alveg upp að nýra og
var mjög fastur. Talsverðir samvextir milli ileum og coecum“.
1) „Findet sich die respiratorische Unterform der Influenza am öftesten, so darf
ich als eine der náchsthaiifigen Unterarten die gastro-intestinale anschliessen. Bei
derselben kann es zu dem Bilde einer einfachen Enterocolitis, aber auch zu einem
dysenterieáhnlichen Bilde mit blutig-schleimigen Stuhlentleerungen kommen, als
Ausdruck der máchtigen Hyperámie bis Geschwursbildung an der Darmschleimhaut
.... Sitzt der Entziindungsprozess des Darmes hauptsáchlich oder geradezu aus-
schliesslich im untersten Ileum, resp. im Coecum, so kann hierdurch das klinische
Bild einer akuten Appendicitis vorgetaiischt werden." (N, Ortner: Influenza.
Klemperer & Klemperer: Neue Deutsche Klinik, Berlin, 1930, V, 352).