Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 108
106
3. 17 ára óg. bóndadóttir á .... Vanfær i fyrsta sinn og komin 5
vikur á leið. Ibúð sæmileg. Fjárhagsástæður lélegar.
Sjúkdómur: Depressio mentis psychogenes.
Félagslegar ástæður: „Afbrotamanni frá Litla-Hrauni var
fyrir milligöngu Fangahjálpar komið fyrir á bæ hennar. Þessi
maður tældi hana til samfara, m. a. með þvi að sannfæra hana
um, að engin hætta væri á, að hún yrði barnshafandi á því tíma-
bili og vitnaði þar í Bókina um manninn.“
4. 33 ára óg. fylgikona verzlunarmanns. 4 fæðingar og 1 fósturlát
á 5 árum. Komin 10 vikur á leið. 4 börn (5, 4, 2 og 1 árs) í um-
sjá móðurinnar. íbúð 3 herbergi. Fjárhagsástæður lélegar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum vetus.
Félagslegar ástæður: Býr með óreglumanni. Heimilis-
hagir erfiðir.
5. 33 ára g. verzlunarmanni í Reykjavík. 5 fæðingar og 1 fósturlát
á 13 árum. Komin 8 vikur á leið. 5 börn (13, 10, 6, 5 og 1% árs)
í umsjá móðurinnar. íbúð: 4 herbergi, góð íbúð. Fjárhags-
ástæður lélegar.
Sjúkdómur: Psychasthenia. Depressio mentis psychogenes.
Ulcus duodeni.
Félagslegar ástæður: Fátækt og ómegð. Skortur hús-
hjálpar.
6. 23 ára fráskilin, atvinnulaus kona í Reykjavík. 2 fæðingar á 5
árum. Komin 6 vikur á leið. 3 börn (5, 3 og 3 ára) í umsjá
móðurinnar. íbúð: 3 herbergi (íbúð foreldra hennar). Fjárhags-
ástæður lélegar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum (pneumothorax artificialis).
Félagslegar ástæður: Umkomuleysi.
7. 20 ára óg. hárgreiðslunemi í Reykjavík. Vanfær í fyrsta sinn og
komin 7 vikur á leið. Ibúð: 1 herbergi. Fjárhagsástæður: 550 kr.
mánaðarkaup, unnusti nemandi í menntaskóla. Foreldrar beggja
fátæk.
Sjúkdómur: Depressio mentis (sjálfsmorðshætta).1)
Félagslegar ástæður: Erfiðar fjárhagsástæður.
1) Þá er verið var að vinna úr greinargerðum um fóstureyðingar frá árinu 1949,
fékk ekki dulizt, hve tiðar sjúkdómsgreiningar á borð við þessa greiningu (sjá
einnig töluliði 14 og 18 hér á eftir) voru orðnar sem tilefui fóstureyðinga. Ritaði
landlæknir þá, hinn 30. janúar 1952, tveimur Reykjavíkurlæknum, sem einkum
höfðu staðið að slíkum sjúkdómsgreiningum 1949, og kvað það hafa vakið athygli
sina, hve mikil brögð væru orðin að þvi, „að slikar aðgerðir séu réttlættar með
sjúkdómsgreiningunni: depressio mentis, depressio mentis psychogenes, psycho-
neurosis o. s. frv., og stundum er bætt við til frekari áréttingar, að hlutaðeigandi
kona hafi sýnt sig liklega til sjálfsmorðs, eða sjálfsmorð er talið yfirvofandi. A
eftirfarandi yfirliti má sjá þessa sjúkdómsgreiningu undanfarin ár, svo og heildar-
tölu föstureyðingaraðgerða á hverju ári: 1935: 2/26, 1936'. 3/33, 1937: 7/37, 1938:
5/33, 1939: 6/49, 1940: 11/46, 1941: 9/52, 1942: 11/65, 1943: 9/48, 1944: 2/49,