Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 248
246
almenning tvisvar í viku. Skíðaskáli er nú í byggingu. Skátafélag'
starfar hér ágætlega.
Kirkjubæjar. íþróttir engar iðkaðar.
Vestmannaeyja. Knattleikur, golf og sund, glímur og innanhúss-
leikfimi stundað af lcappi sumar og vetur. fþróttavöll, sem góðar
vonir íþróttamanna eru bundnar við, er verið að gera fyrir ofan
Landakirkju.
Keflavíkur. Sundlaug Keflavíkurbæjar, sem var opin, hefur verið yfir-
byggð á árinu og endurbætt, svo að nú telst hún í röð beztu sund-
halla, og kostar bærinn reksturinn, en að upphafi og endurbótum
hafði Ungmennafélag Keflavíkur unnið af miklum dugnaði.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar Iáta þessa getið:
Rvík. Á árinu ritaði ég þessar greinar: „Smithætta samfara léleg-
um uppþvotti“, er birtist í „Húsfreyjunni“, 1. árg., 1. tbl., og „Matar-
eitrun“, er birtist í sama blaði, 1. árg., 2. tbl. Enn fremur flutti ég
erindi fyrir starfsmenn í KRON og annað fyrir Félag kjötiðnaðar-
manna og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Stykkishólms. Lítil utan barnaskólanna, nema hvað fólki er leið-
beint í viðtölum, eftir því sem tilefni gefst til.
Sauðárkróks. Héraðslæknir flutti erindi um heilbrigðismál í Rotary-
klúbb Sauðárkróks.
Nes. Kenndi hjálp í viðlögum hjá skátum og á vélstjóranámskeiði.
Kirkjubæjar. Lítil nema í viðtölum.
Vestmannaeyja. Fólki leiðbeint eftir aðstæðum.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
og taka til 14266 skólabarna. í einu héraði (Hesteyrar) var ekkert
skólahald.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X), sem gerð hefur verið upp
úr skólaskoðunarskýrslum héraðslækna, hafa 12318 börn, eða
86,3% allra barnanna, notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum
en heimavistarskólum, 547 börn, eða 3,8%, hafa notið kennslu í
heimavistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í
skólunum. 980 börn, eða 6,9%, hafa notið kennslu í sérstökum her-
bergjum í íbúðarhúsum og 421, eða 3,0%, í íbúðarherbergjum innan
um heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það
virðist vera mjög mismunandi: í hinum almennu skólahúsum er loft-
rými minnst 1,6 m8 og mest 11,0 m3 á barn, en jafnar sig upp með
3.7 m3. í heimavistarskólum 1,0—23,3 m3, meðaltal 5,7 m3. í hinum
sérstöku kennsluherbergjum í íbúðarhúsum 2,1—6,6 m3, meðaltal
3.8 m3. í íbúðarherbergjum 1,6—6,0 m3, meðaltal 2,9 m3, sem heimilis-
fólkið notar jafnframt. í hinum sérstöku skólahúsum, þar sem loft-
rýmið er minnst, er það oft drýgt með þvi að kenna börnunum til
skiptis í stofunum. Vatnssalerni eru til afnota i skólunum fyrir 12992