Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 132
130
Vestmannaeyja. Færðir hafa verið 3 fávitar til viðbótar á fávita-
skrá. Ég sneri mér til ritara bæjarins til þess að fá upplýsingar úr
haustmanntali, án verulegs árangurs.
Um daufdumba.
Blönduós. 2 unglingsstúlkur, sem báðar hafa lært lestur og fingra-
mál.
Sauðárkróks. 2, hinir sömu og í fyrra.
Um málhalta.
Sau&árkróks. Engir skráðir, en ef til vill ættu einhverjir að vera
taldir.
Um heyrnarlausa.
Blönduós. Heyrnarsljóar eru 2 unglingsstúlkur, sem þó hafa gagn
af kennslu.
Grenivíkur. Heyrnarlausir eru engir, en roskinn maður er það
heyrnarsljór, að hann notar öðru hverju heyrnartækx.
Um blinda.
Blönduós. Rúmlega sextugur maður hefur verið hálfblindur frá
fæðingu og sömuleiðis 2 ungir menn, sem geta þó unnið talsvert.
Hinir gamalmenni með glákublindu.
Sauðárkróks. 2 hafa bætzt við, en 1 dáið.
Dalvíkur. Blindratalan jókst.
Um deyfilyf j aneytendur.
Rvik. Um þá hefur því miður ekki tekizt að afla neinna áreiðan-
legra upplýsinga.
Hafnarff. Deyfilyfjaneytendur hef ég ekki orðið var við, nema
krabbameinssjúklinga, sem fá morfín til þess að stilla kvalir.
Stykkishólms. 1 kona í Miklaholtshreppi notar mikið morfín.
Þannig mun það tilkomið, að fyrir nokkrum árum var kona þessi
talin moribund vegna ca. uteri. Lá þá á Landsspítala sárþjáð og
fékk morfín eftir þörfum. Kona þessi fékk massíva radíum- eða
röntgenmeðferð, en var samt ekki hugað líf og var send heim til
að deyja. En viti menn, konan deyr ekki. Krabbinn hefur ekki þolað
geislana, og konunni batnar, en er síðan morfínisti. Væri nxi ekki til-
valið, að Landsspítalinn byði þessari ágætu konu, sem er eitt af þeim
fágætu tilfellum, þar sem ca. uteri læknast að fullu við geislanir, til
dvalar á spítalanum og losaði hana við morfínið, eins og hann losaði
hana við krabbann?1)
Hólmavikur. Deyfilyfjaneytendur er mér ekki kunnugt um.
Blönduós. Enginn deyfilyfjaneytandi í héraðinu, mér vitanlega.
Sauðárkróks. Skráðir 2 og hefðu átt að vera skráðir fyrr.
1) Konunni liefur verið boðinn opinber slyrbur til sjúkrahúsdvalar i þessu
skyni, en boðinu ekki verið tekið.