Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 122
120
hlaup á vinstri öxl t, liðhlaup i grunnlið þumalfingurs hægri handar
1. Tognanir í öklalið 3, í hnélið 1. Mar og lemstranir ö, allt smávægi-
legt nema helzt eitt: Ung húsmóðir í Bæjarhreppi var að athuga
ljósamótor. Föt hennar flæktust um öxulenda, sem út stóð úr drif-
hjólinu og vöfðust upp á hann. Konan sviptist um, skall í gólfið og
dróst eftir þvi, unz föt hennar rifnuðu, svo að liún losnaði. Hún hlaut
slæmt mar á læri, handlegg, herðum og' síðu, en gat forðað höfðinu;
einnig nerist húð af á allstórum blettum á herðum og Iendum. Sár
og skurðir 9, allt smávægilegt. Aðskotahlutir: í auga 8, í hendi 2
sinnum. Bruni 4 tilfelli, öll smávægileg.
Blönduós. Dauðaslys varð 1 á árinu með þeim hætti, að verkamaður
af Blönduósi ralcst með höfuðið á bílpall, er hann var i vegavinnu,
og beið bana af samstundis. Bóndi fyrirfór sér með skoti í hjarta-
stað. Beinbrot urðu þessi: Viðbein 1, xúf 3, lærleggur 1, sperrileggur
1, sköflungur 1, bæði framhandleggsbein 2 skipti. Sami maður setti
sig þrisvar úr liði á öxl. Önnur slys: Brunar 4, enginxi alvarlegur,
benjar 17, tognanir 11, mör 15, auk þess sem 1 maður festi öngul í
fingri sér og nokkrir fengu aðskotahluti i auga.
Sauðárkróks. Slys hef ég skráð 232, flest snxá. Hin helztu voru:
Sublux. radii perannularis 4 (á börnunx), lux. humeri 1, digiti V.
raanus 1, fract. nasi complic.ata 2 (axxnað var drengur, sem var sleg-
inn af hesti, hinn fullorðinn maður, er rak sig á annan riddara á
kappreiðum, var alldrukkinn). Fx-act. complicata craixii 1(11 ára telpa;
hlaut brotið við það, að fullum mjólkurbrúsa var slegið í höfuð henni;
náði sér að fullu), costae 3, claviculae 3, condyli humeri 1, ulnae 1,
radii 4, xnetacarpi 1, digitorum complicata 3, cruris 2, tibiae 2, malle-
oli 3. Ársgamalt barn drakk hráoliu og' fékk intoxicatio, en náði sér
brátt. 3 ára drengur fékk vulnus perforatum á auga og var strax
sendur augnlækni; mun litla sjón hafa á auganu. Ungur maður nxarði
sig illa á auga og' fékk paxxopthalmitis og var lengi að ná sér. 14 ára
telpa fékk slæma conxnxotio cerebri við fall af hestbaki. 18 ára piltur
varð fyrir skoti og fékk unx 15 sár eftir högl, og sátu höglin í honunx,
en ekki nxeiddist hann alvarlega. Eitt dauðaslys koixx fyrir á árinu:
17 ára piltur féll xit af vörubil, senx rann xit af veginum. Mun hann
hafa látizt stuttu síðar. Var ekkert lífsmark með lionum, er konxið
var með hann. Við opnun á kviðarholi konx í ljós, að holið var fullt
af blóði, og var stór ruptura þvert yfir lifrina. Við sama tækifæri
meiddust 2 aðrir nokkuð, fengu snxásár og skránxur.
Hofsós. Slys, svo að orð sé á gerandi, fá. Vitavörðurinn í Málmey
varð undir báti sínum í lendingu og fótbrotnaði á hægra l'æti.
Ólafsfj. Slys, flest smávægileg, voru þessi: Contusiones G, distorsio-
nes 8, fi-act. claviculae 2, ossis metacarpi 1, vulnera incisa 17, dilace-
rata 16, corpora aliena corneae 3, conjunctivae 1, digitorum 2, nasi 2
(kaffibaun og sojabaun), combustiones 5, Iux. humeri 1 (habitualis).
Dalvíkur. Slys voru fá, ekkert stórslys.
Akureyrar. Aðgerðir á öllum meira háttar slysum fóru fram á sjúkra-
húsi Akureyrar, en við mörg minna háttar slys var gert í heimahúsum
eða á lækningastofum lækna. Um þá tvo menn, sem slösuðust af skot-
sárum, er það að segja, að annar þeirra var á rjúpnaveiðum í