Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 44
42
Hafnarfí. í júnímánuði kom kona frá Englandi með 2 börn. Eftir
nokkurra daga vist hér, kom í ljós, að börnin höfðu kikhósta. önnur
2 tilfelli skrásett í júlí. Eftir það er hann ekki á skrá á árinu, en hefur
þó haldizt við, því að um nýár færist hann mjög í aukana. Flest börn,
sem höfðu ekki fengið kikhósta, voru bólusett a. m. k. tvisvar. Nokkuð
bar á því, að fólk gleymdi að koma í 3. sinn með börnin til bólusetn-
ingar, þegar veikin virtist ætla að detta niður. Um áramót var svo
aftur byrjað að bólusetja börn gegn veikinni, og verður fróðlegt að
sjá, hver árangur verður. Notað var enskt bóluefni frá Lyfjaverzlun
ríkisins. Vafalaust tel ég, að þau börn hafi sýkzt vægar, sem bólusett
hafa verið.
Seyðisfí. í ágúst kom kona frá Færeyjum með kikhóstabarn, sem
þá var einangrað og smitaði engan.
Kirkjubæjar. Varð ekki vart. Börn bólusett eftir ósk foreldra.
Vcstmannaeyja. Veikin náði útbreiðslu undir áramótin. Fjöldi barna
hefur verið bólusettur gegn veikinni í haust og undir áramótin. Virð-
ist lælcnum sem veikin sé yfirleitt vægari á bólusettum börnum en
þeim, sem eru ekki bólusett, en erfitt nokkuð að fullyrða, vegna þess
að veikin er yfirleitt væg. Þó hefur nokkuð orðið vart lungnabólgu
upp úr veikinni, en hún hefur ekki reynzt skæð.
17. Heilablástur (encephalitis epidemica).
Tötlur II, III og IV, 17.
SjúklingafíÖldi 1941 —1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 2 3 „ „ 2 „ 7 1 7 10
Dánir ........ 4 „ „ 1 „ 1 „ 1 2 1
Skráð með meira móti og eflaust meðfram fyrir hinar nýju reglur
um skráninguna (sbr. siðustu Heilbrigðisskýrslur, bls. 40).
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Á vikuskýrslum enginn skráður með encephalitis epidemica,
en á sjúkdómaskrá Farsóttahússins í Reykjavík er 1 kona talin með
encephalitis acuta, 1 barn með meningo-encephalitis acuta og 1 karl
með encephalomyelitis. Á vikuskýrslu er 1 barn (1—5 ára) með grein-
ingunni sequelae encephalitidis.
Þingeyrar. 2 sjúklingar skráðir í júní og júlí, er inflúenzufaraldur-
inn var í rénun. Veiktust báðir eftir inflúenzulegu og skamma fótavist.
Hiti í byrjun rösklega 39°, höfuðverkur mikill, augnvöðvalamanir og
svefndrungi. Urðu albata.
Blönduós. 4 veiktust, þar af 3 í Svínavatnshreppi og 2 á sama bæ.
Hófst með ofsalegum höfuðverk, en batnaði fljótlega við pensilíngjöf.
Ef til vill hefur hér verið um heilasótt að ræða.
Þórshafnar. 13 ára drengur eftir inflúenzu. Lá nokkurn tíma á
sjúkraskýlinu, en var síðan sendur til Reykjavíkur.
Seyðisfí. 70 ára kona veiktist skyndilega með háuin hita og einkenn-
um frá heila (ekki skráð á farsóttaskrá). Lézt eftir 3. sólarhringa í
coma. Öll antibiotica reyndust árangurslaus.