Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 46
44
Við og' við vekja læknar athygli á sambandli ristils og hlaupabólu.
Læknar láta þessa getið:
Þingeyrar. 1 tilfelli; verkir hurfu fljótt.
Hólmavíkur. 1 tilfelli, 35 ára kona (ekki færð á farsóttaskrá).
Hvammstanga. 2 rosknar konur fóru hálfilla út úr þessum lcvilla,
voru illa haldnar og lengi að ná sér.
Blönduós. Kom nokkrum sinnum fyrir.
Sauðárkróks. Enginn mikið veikur.
Ólafsfi. 1 tilfelli á aldraðri konu, rnjög svæsið.
Breiðumýrar. 1 tilfelli í júlímánuði. I sama mánuði komu fyrir 2
tilfelli af hlaupabólu.
Seyðisfi. Mun hafa séð 2 sjúklinga með vægan ristil. Auk þess féklc
10 ára stúlka þráláta augnveiki. Augnlæknir áleit, að um herpes væri
að ræða.
Búða. 2 tilfelli á árinu, 12 ára gömul telpa á brjóst og bak, og karl-
maður á fimmtugsaldri. Sjúkdómurinn byrjaði í vinstra auga hans,
eftir að liann hafði fengið smergilkorn í augað, en kornið náðist strax.
Fékk hann brátt ákafa verki í augað og útbrot umhverfis það, sem
síðar breiddist út um enni, vanga og hársvörð á vinstra helmingi
höfuðsins. Var um tima mjög þungt haldinn.
Kirkjubæjar. Á 2 heimilum. 4 börn á öðru heimilinu fengu hlaupa-
bólu 3 vikum síðar.
Vikur. Nokkur væg tilfelli (ekkert þeirra skráð).
Stórólfshvols. 2 væg tilfelli.
21. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 21.
Sjúklingafiöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl.......... 102 169 82 17 8 12 3 1 3 1
Danir ...... ,, ,, „ ,, 1 ,, ,, 1 ,, „
Læknar láta þessa getið:
Akranes. 1 tilfelli í september.
22. Kossageit (impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 22.
Sjúklingafiöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 629 425 274 179 127 136 90 68 64 89
Læknar láta þessa getið:
ólafsvikur. Gerði vart við sig.
Stykkishólms. Alltaf nokkur tilfelli á ári, þó að ekki séu þau slcráð.
Hólmavíkur. 3 sjúklingar skráðir, börn, en fleiri munu hafa fengið
kvillann, en hann fylgdi hlaupabólufaraldri á Drangsnesi.
Hvammstanga. Aðeins 1 tilfelli, vægt.