Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 220
218
dagar voru 10627. Kostnaður á vistdag var kr. 22,70. Af kostnaðín-
um á vistdag voru afskriftir kr. 5,34; sveitarfélög og tryggingar-
stofnun greiddu kr. 13,04 á vistdag. Unnið var í 34304 stundir við
saumaskap, leikfangagerð, húsgagnasmíði, bólstrun, létta járnsmíði,
bókhald, prjón, landbúnað o. fl.
Í9k6:
í apríl 1946 var byrjað að byggja aðalbyggingu Vinnuheimilisins,
tæplega 10000 m3 byggingu, j)ar sem meðal annars 50—60 vistmönn-
um var ætluð dvöl, auk starfsstúlkna. Þar var læknastofum og skrif-
stofum ætlað rúm, aulc eldhúss, borðstofu og setustofu fyrir alla vist-
menn. Á árinu 1946 var einnig byggt 1 vistmannahús af sömu stærð
og gerð og hin fyrri. Vistmenn í ársbyrjun voru 37. Á árinu kom
31, 11 konur og 20 karlar. 30 vistmenn höfðu fengið handlæknis-
aðgerð vegna lungnaberkla. Á árinu fóru 26 vistmenn. Enginn dó. í
árslok voru vistmenn 43. Vistdagar voru 13810. Kostnaður á vist-
dag var kr. 25,43, þar af afskriftir kr. 4,78. Ríki, sveitarfélög og trygg-
ingarstofnun greiddu kr. 14,25 á vistdag. Unnið var í 44254 stundir
við sömu iðju og áður.
19Í7:
Aðalframkvæmdir á árinu voru áframhaldandi bygging aðalhúss-
ins, ásamt lagfæringum á landinu. Vistmenn í ársbyrjun voru 43. Á
árinu komu 12, 8 konur og 4 karlar. 8 vistmenn höfðu lungnaberkla,
en 4 útvortis berkla. 3 vistmenn höfðu fengið handlæknisaðgerð
vegna lungnaberkla. Á árinu fóru 12 vistmenn. Enginn dó. I árslok
voru vistmenn 42. Vistdagar voru 14571. Kostnaður á vistdag var
kr. 31,72, þar af afskriftir kr. 4,59. Ríki, sveitarfélög og tryggingar-
stofnun greiddu kr. 16,08 á vistdag. Unnið var í 51873% stundir við
saumaskap, húsgagnasmíði, bólstrun, létta járnsiníði, skrifstofustörf,
landbúnað, hreingerningar o. fl.
1948:
Vistmenn í ársbyrjun 1948 voru 42. Á árinu komu 11, 4 konur og
7 karlar. Á árinu fóru 10 vistmenn, 5 konur og 5 karlar. Enginn dó.
Vistdagar á árinu 14659, veikindadagar 4%. Meðaldvalartími þeirra,
sem fóru, var eitt ár og ellefu mánuðir. Kostnaður á vistdag var kr.
31,47, þar af afskriftir kr. 4,62. Ríki, sveitarfélög og tryggingarstofnun
greiddu kr. 17,94 á legudag. Vistmenn voru í árslok 43. Unnið var í
51617 stundir við trésmíði, létta járnsmíði, sauma, bólstrun, skrif-
stofustörf, landbúnað o. fl.
1949:
Vistmenn í ársbyrjun 1949 voru 43. Á árinu komu 38, 18 konur og
20 karlar. Á árinu fóru 10, 6 konur og 4 karlar. Enginn dó. Meðal-
dvalartími þeirra, sem fóru, var 2 ár og 1% mánuður. Vistdagar
voru 22145, veikindadagar um 3%. Kostnaður á vistdag var kr. 27.80,
þar af afskriftir kr. 4,51. Ríki, sveitarfélög og tryggingarstofnun
greiddu kr. 14,00 á vistdag. Vistmenn voru í árslok 71. Unnið var
í 64801 stund við sömu iðju og áður, nema hvað bættist við lampa-
skerinagerð og gljáprentun.