Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 82
80
(
hefur skyrbjúg og þá auðvitað einnig alhraustur skipsfélagi hans, sem
með honum er. „Af þessu læknir læra má.“ Einnig er það vísbending
um, að í meðvitund heimsins mun land vort halda áfram að vera
holdsveikisland, sullaveikisland og skyrbjúgsland um langa tíð, eftir
að vér höfum rekið þessa vágesti af höndum oss, sem heita má, að
vér höfum þegar gert.
Um avitaminosis að öðru leyti segja læknar i einstökum héruðum:
Kleppjávnsreykja. 5 tilfelli.
Ólafsvíkur. Talsvert algeng.
Stylckishólms. Virðist vera talsvert útbreidd, aðallega er um að
ræða skort á B- og C-fjörvi, enda batnar flestum vel við bætiefna-
gjafir. Beinkramar verður ekki mikið vart og sjaldan á háu stigi,
enda börnum mikið gefið lýsi og kalk. Allmörg börn hafa fengið
ljósameðferð.
Reykhóla. Hér ber alltaf töluvert á hypovitaminosis B og C, enda
ekki óeðlilegt, þar eð nýmeti er hcr nær ekkert mikinn hluta árs.
Hins vegar hef ég ekki rekizt á einkenni um rachitis, enda lýsisgjöf
barna mjög almenn.
Bíldudals. Engin ótvíræð tilfelli hef ég séð, en vanþrif og lystar-
leysi í börnum og slen í fullorðnum, sem mest ber á síðara hluta
vetrar og á vorin og engin sérstök orsök finnst til, lagast venjulega
fljótt við C- og B-vitamíngjöf. Flestum eða öllum börnum hér er
gefið lýsi.
ísafj. Veldur margvíslegum vanheilindum á öllum aldursskeiðum,
en áberandi einkenna gætir ekki nema á sumum ungbörnum.
Hólmavíkur. Allmikið um rachitis í börnum, þrátt fyrir lýsis-
gjafir. 11 börn fengu kvartsljósameðferð, samtals 170 sinnum. C-
vítaminskortur sennilega algengur. Manifest skyrbjúg hef ég séð
tvisvar. Áberandi er, hve C- og B-fjörefni bæta líðan margra, einkum
vetrarmánuðina.
Hvammstanga. Beinkröm, 1 tilfelli: Telpa á 1 ári, ante tempus nata,
smá og pasturslítil, dálítið anaemisk etc., með beinltramareinkenni.
Að öðru leyti hef ég ekki orðið var við avitaminosis í ár, nema ef gigt
sú, tauga- og vöðvaverkir, þreyta og slen, sein svo margir kvarta um,
kann að einhvei'ju leyti að stafa af skorti á þessum efnum. Nokkuð
er, að bæði ég og aðrir læknar fylgjum trúlega þeirri tízku að gefa
vítamín í stórum stíl. Fólk telur sig hafa mjög gott af þessu og vill
hafa það. Er og efalaust, að vítamíngjöf, einkum í innspýtingum,
gefur góða raun í slíkum tilfellum.
Hofsós. Alltaf ber dálítið á B-, C- og D-vítamínskorti.
Ólafsfj. Gerir lítið vart við sig. Lýsisnotkun algeng. Þegar sítrónur
fást, háma börnin þær í sig, eins og appelsínur væri.
Grenivíkur. Nokkuð ber á bætiefnaskorti, sérstaklega á Bi, og
nokkuð á C-vítamínskorti, þó ekki á háu stigi. Meira ber á alls konar
sleni síðara hluta vetrar, sem ætla mætti, að væri af þessum orsök-
um, enda batnar það oft, ef gefin eru bætiefni.
Þórshafnar. Nokkuð um B-vítaminskort.
Nes. Ekki bcr mikið á beinkröm í börnum nú, enda er ljósastofan
mikið notuð, og kalk fá mörg börn scrstaklega til að bæta upp mjólk-