Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 95
93
Vopnafl. 2 tilfelli.
Nes. 5 tilfelli af ulcus ventrieuli, greinilega einn af þeim með hae-
matemesis samfara alcoholismus. Batnaði þegar við meðferð. Hinir
sjúklingarnir tóku legukúr heima og komust á bataveg.
63. Urticaria.
Kleppjárnsreykja. 7 tilfelli.
Bíldudals. Nokkrir hafa fengið þenna kvilla.
Þingeyrar. 8 tilfelli.
ísafl. Tíður gestur, einkum á börnum.
Sauðárkróks. Virðist vera algengara en áður.
Hofsós. Alltaf frekar tíður kvilli, einkum í börnum.
Ólafsfl. Árlega nokkur tilfelli.
Vopnafl. 4 tilfelli.
Búða. Mörg tilfelli, bæði börn og fullorðnir, eins og undanfarin ár.
Vestmannaeyja. Strjálingstilfelli í börnuin og fullorðnum. Oftast
af ofnæmi.
64. Varices & ulcera cruris.
Kleppjárnsreykja. 4 tilfelli.
Stykkishólms. Allmargar konur hafa slæmar varices, 2 voru
skornar í Reykjavik og 1 karlmaður, öll með góðum árangri. 1 kona
hafði allstórt og djúpt sár á legg með eczema i kringum sárið. Það
tókst að græða með tensoplast og zinklímsumbúðum. í nokkrum til-
fellum hefur tekizt að loka víkkuðum æðum með „sodium morrhuate"
injektionum.
Reykhóla. 2 konur fullorðnar eru hér i héraðinu með mjög slæm
fótasár, sem ekki hefur tekizt að græða.
Bildudals. Ekki óalgengur kvilli, aðallega á konum, 3 sjúklingar
með sár.
Þingeyrar. 3 tilfelli.
Hvammstanga. Nokkuð algengur kvilli. 1 kona skorin; árangur
góður.
Sauðárkróks. Alltaf algengt. Hef skorið nokkra sjúklinga við því
með góðum árangri.
Hofsós. Nokkuð algengur kvilli. Oftast konur, sem átt hafa mörg
börn.
Grenivíkur. Nokkur brögð að þessum sjúkdómi, sérstaklega á kon-
um.
Kópaskers. Æðahnútar eru algengir, einkum á konum. Nokkrir
sjúklingar hafa fótasár, sem tekst að græða öðru hverju, en opnast
á milli.
Þórshafnar. Á nokkrum konum.
Vopnafl. Ulcus cruris varicosum 5.
Nes. Lítillega fengizt við að sprauta í æðahnúta, sem vel hafa legið
við og ekki hefur verið hægt að koina til óperationar, 15 tilfelli alls,
þar af 4 með sárum.
Vestmannaeyja. Einkum á vanfærum konum og þeim, sem liafa
átt börn, einnig nokkuð á körlum, sem erfiðisvinnu stunda og kyrr-
setur hafa. Eczema oft samfara.