Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 91
fcð
Stykkishólms. Allmargir sjúklingar með meiri eða minni hjarta-
bilanir, 1 dauðsfall.
Reykhóla. 1 telpa, 7 ára, með morbus cordis congenitus, áður skráð.
Bíldudals. 8 sjúklingar með mismunandi þunga hjartakvilla.
Þingeyrar. Morbus cordis congenitus 2, arterioscleroticus 5, val-
Aularum 6.
ísafj. Alltíður kvilli í einhverri mynd á öldruðu fólki.
Hólmavíkur. Allmargt gamalt fólk með hjartasjúlcdóma. 67 ára
kaupmaður, sem hafði haft angina pectoris, fékk coronarthrombosis,
en náði sér loks að mestu eftir um tveggja mánaða legu.
Grenivíkur. 2 tilfelli.
Þórshafnar. 1 kona um sextugt. 2 karlar með morbus cordis arterio-
scleroticus. Asciteshneigð.
Vopnafí. 6 tilfelli.
Nes. Algengur hér og tíðasta dánarorsökin. 1 tilfelli af endocar-
ditis subacuta lenta virðist hafa ladcnazt við mikla pensilíngjöf. Ann-
ars ber mest á angina-pectoriseinkennum og svo degenerativum
hjartavöðvabólgum.
Búða. 1 nýr sjúklingur með angina pectoris bættist við á árinu.
Er oft illa haldinn og verður að fá morfíninndælingu annað slagið.
Að öðru leyti sömu sjúklingar og áður.
Vestmannaeyja. Tíðasta dánarorsök ársins. 9 hafa dáið. Á konum
og körlum, sem stundað hafa hér erfiðisvinnu áður fyrr, við fisk-
aðgerðir og fiskakstur á sjálfum sér, gerir sjúkdómur þessi vart við
sig í ellinni. Fyrstu ár mín hér unnu menn, karlar og konur, sólar-
hringum saman, að heita mátti án hvíldar. Frá þeim tíma eru hér
margir hjartabilaðir.
43. Mors ignotae causae.
Stykkishólms. 1 mánaðar gamalt stúlkubarn, sem virtist vel hraust,
var einn morgun dáið í vöggu sinni, er foreldrar hennar vöknuðu.
Ekki fannst nein sérstök orsök.
44. Myxoedema.
Nes. 2 tilfelli.
45. Neurasthenia.
Kleppjárnsreykja. 18 tilfelli.
Ólafsvikur. Taugakvillar (taugaveiklun) talsvert algengir.
Stykkishólms. Hefur fundizt að nokkrum konum, en ekki áber-
andi mikil.
Þingeyrar. Almenn neurasthenisk einkenni 11, ráðandi svefnleysi
7, neurosis cordis 5, neurasthenia hysteriformis 1.
ísafí. Mjög algengur kvilli hér, en margt þessara sjúklinga mun
gjalda afleiðinga Alcureyrarveikinnar.
Vopnafí. Neurasthenia 7, tachycardia, neurosis cordis 5.
Nes. Verður oft lokasjúkdómsgreining á inörgum sjúklingum hér,
átakanlega oft ungu fólki.
Kirkjubæjar. Ekki áberandi.
12