Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 70
68
lingar úr cancer á árinu. Kona, er árið áður var skráð ineð recidiv
eftir cancer ovarii, og kona úr Hofsóshéraði með cancer maxillae.
Hefur hún ekki komið á skýrslu hér.
Hofsós. Ekkert nýtt tilfelli á árinu. 2 sjúklingar, sem skráðir voru
1949, dóu á árinu, annar úr cancer ventriculi, en hinn hafði cancer
maxillaris.
Akureyrar. Úr krabbameini dóu af utanhéraðssjúklingum 2 karl-
menn og 3 konur og af innanhéraðssjúklingum 3 karlar og 7 konur,
samtals 15.
Kópaskers. 2 sjúklingar: 70 ára kona með ca. lymphoglandularum
colli. Dó í sjúkrahúsi í Húsavík. 76 ára karlmaður með ca. glandulae
thyroideae. Hann lifir enn.
Þórshafnar. Ca. ventriculi greindur í 58 ára karli. Sendur til upp-
skurðar, en talið vafasamt, hvort komizt hafi verið fyrir meinið. 62
ára karl dó úr hypernephroma metastaticum.
Vopnafj. 1 sjúklingur, 54 ára karlmaður með ca. pancreatis. Hafði
verið til rannsóknar á Landsspítalanum, og var þar gerð á honum
laparotomia explorativa. Var síðan sendur heim og andaðist á heim-
ili sínu.
Seydisfj. 2 sjúklingar hér skráðir; dóu á árinu. 1) Ekkja, 61 árs,
með ca. ventriculi. Var skorin á Landsspítalanum í júlí 1948 (re-
sectio). í október síðast liðnum byi'juðu aftur einkenni frá maga og
mögnuðust ört. Sjúklingurinn lézt jóladag á sjúkrahúsinu. 2) 82 ára
kona með ca. colli uteri. Einkenni byrjuðu fyrst í maí. Síðast fékk
sjúklingurinn röntgenmeðferð í Landsspítalanum, en lézt heima í
september. 71 árs karlmaður var sendur hingað á sjúkrahúsið mori-
bundus með ca. ventriculi og lifði aðeins nokkrar klukkustundir.
Var frá Reyðarfirði. Ekki á skrá hér.
Nes. 3 karlar. Allir dánir. 70 ára útgerðarmaður úr ca. vesicae
urinariae. Hafði áður verið ópereraður, en nú tekið sig upp aftur.
Mikið blóð í þvagi. Blæddi út. Hinir tveir, 43 ára og 62 ára, dóu úr
ca. ventriculi.
Búða. Krabbamein í legi hafði kona, 53 ára gömul. Var send á
Landsspítalann til uppskurðar.
Djúpavogs. 2 konur létust á árinu, önnur með ca. ventriculi; vildi
ekki fara til aðgerðar, enda orðin fjörgömul. Hin konan úr ca. uteri.
Gat ekkert um lasleika sinn, fyrr en allt var orðið um seinan, 48 ára
gömul.
Kirkjubæjar. 49 ára kona með ca. uteri fékk radíummeðferð á
Landsspítalanum. Hraust siðan. Önnur, 70 ára, var skorin vegna ca.
mammae á Landsspítalanum síðast liðið vor, en fékk recidiv um
haustið. Þriðja konan, 88 ára, með ca. recti var moribunda, þegar
læknis var vitjað.
Víkur. 2 sjúklingar með ca. ventriculi og 1 með sarcoma. Dóu
allir á árinu.
Vestmannaeyja. Kona, 43 ára, dó úr veikinni.
Eyrarbakka. 2 tilfelli, bæði á skrá fyrra árs.
Laugarás. Eini sjúklingurinn á fyrra árs skrá dó á þessu ári, og
vissi ég ekki um fleiri á árinu.