Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 43
41
Skarlatssótt, sem virtist á faraldursuppleið síðast liðin 2 ár, hægði
aftur á sér á þessu ári. Eftir tilkomu pensilíns og súlfaiyfja verður
niiklu minna úr veikinni en áður, og langvinn einangrun sjúklinga
ekki eins áríðandi, enda munu nú héraðslæknar ekki kröfuharðir i því
efni. Er tímabært að setja nýjar reglur þar að lútandi, og bíður það
aimennrar endurskoðunar laga og reg'lugerða um innlendar sóttvarnir,
sem ekki má lengi dragast.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. 2 tilfelli í janúar.
ísafi. Skráð 1 tilfelli.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur skráður á Sauðárkróki í september.
Batnaði honum fljótt við pensilín, og veiktust ekki fleiri. Óvíst, hvaðan
veikin hefur borizt.
Akureijrar. Öll tilfelli læknast á nokkrum dögum með pensilíngjöf.
Seijðisfi. Enginn sjúklingur skráður. En í maimánuði veiktist 7 ára
stúlka af angina og fékk grunsamlegt exanlhema scarlatinosum og'
háan hita. Við 2 stórar pensilínsprautur livarf útþotið alveg, sjúklingur
hreistraði ekki, yngri systur á heimilinu sakaði ekki (án þess að um
einangrun frá byrjun væri að ræða), og ekkert grunsamlegt tilfelii
kom fyrir síðar. Ég tel því ólíklegt, að um skarlatssótt hafi verið að
ræða.
Nes. 1 tilfelli skráð. Breiddist ekkert út.
Vestmannaeyja. í maimánuði. Allt börn, þar af 4 börn 5—10 ára.
Annars grunsamt um meira eða minna slangur af vægum tilfellum,
sem sagt er frá eftir á, ef börnin fá slen og eitlaþrota. Pensilín reynd-
ist ágætlega við veikinni.
Keflavíkur. Talin á slcrá í 1 tilfelli, en ég tel vafasamt, að verið hafi
skarlatssótt. Að minnsta kosti breiddist hún ekki út, þótt um sóttkví
væri ekki að ræða.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 16.
Sjúklingafiöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 290 4413 39 7 129 1556 15 „ 37 312
Dánir ........ ,, 48 5 ,, 2 11 ,, ,, ,, ,,
Svo virðist sem kikhóstafaraldur sé að hefjast undir árslokin, mjög
jafnsnemma í Reykjavik og næstu héruðum og i Vestmannaeyjum.
Líður skammt á milli faraldra, svo að ein aldan er naumast hnigin,
fyrr en önnur rís, og að vísu mun það eftir atvikum affarasælast.
Lauði úr kikhósta kom ekki fyrir á árinu. Allt á liinni sömu huldu
llrn áhrif kikhóstabólusetningar, sem alltaf er meira og minna iðkuð.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Engin börn bólusett gegn kikhósta á vegum opinberra aðila,
heimilislæknar munu hafa bólusett eitthvað. Skýrslur þó engar til um
þær bólusetningar.
6