Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 229
227
loknum höfðu 4 lyfjabúðir fengið frá fyrri skoðun, en rafmagnselda-
vél var notuð í þurrkskáps stað í einni lyfjabuð. Höfðu þannig 8 lyfja-
búðir aðstöðu til að sæfa hreinsuð lyfjaílát, er skoðun var gerð árið
J 949 (3 árið áður).
Rannsóknir á lyfíum gerðum i lyfíabúðum. — Lyfjarannsóknum
var hagað á svipaðan hátt og' árið áður. Voru rannsóknir ýmist gerðar
á staðnum, eða þá að sýnishorn voru tekin og farið með þau til at-
hugunar. Fer hér á eftir yfirlit um niðurstöður þessara athugana.
a. Skammtar. Rannsökuð var 71 tegund skammta og reyndist þunga-
skekkja 41 þeirra (57,7%) vera utan óátalinna frávika lyfjaskrár. Á
flestum tegundunum, eða 23, skakkaði allt að 10—25% frá rétturn
þunga, en í 7 tiJfellum umfram það, en mesta þungaskekkja nam 52%.
b. Töflur. Þungarannsóknir á töflum náðu til 23 töfludeilda. Reynd-
ist þungaskekkja 4 þeirra (17,4%) vera utan óátalinna frávika lyfja-
skrár. Af þessum 23 töfludeildum var magn virkra efna einnig ákvarð-
að í 12 deildum, og reyndist magn virkra efna vera utan óátalinna frá-
vika lyfjaskrár í 4 þeirra (33,3%).
c. Lgfber. Fjórar deildir lyfberja voru rannsakaðar, og' reyndist ein
þeirra (25%) vera utan óátalinna frávika lyfjaskrár.
d. Stunguhjf. Yfirleitt virtist nii mun meiri vandvirkni gætt við gerð
stungulyfja en árið áður. Þannig var t. d. sums staðar farið að festa
gúmhettur á liettuglös með málmhringum í þar til gerðu tæki, og á
uinbúðir stungulyfja var framleiðsludags víða getið (á 14 lyfjum af
34 teknum til athugunar) í samræmi við fyrirmæli lyfjaskrár.
Sæfingarpróf var gert á 34 deildum stungulyfja, og stóðust öll lyfin
prófin.
e. Galenskar samsetningar. Magn virkra efna var ákvarðað i 61
galenskri sainsetningu. Reyndist það vera utan óátalinna frávika lyfja-
skrár í 32 samsetningum (52,5%).
f. Eðlisþijngdarákvarðanir. Rannsökuð var eðlisþyngd 147 tilbú-
inna Iausna, og reyndist eðlisþyngdin í 40 (27,8%) víkja um skör
fram frá réttu marki. Bera tölur þessar, svo og samsvarandi tölur frá
árinu 1948 með sér, að víða skorti mjög á tilhlýðilega nákvæmni við
gerð tilbúinna lausna í lyfjabúðum.
Bækur og færsla þeirra. Með auglýsingu landlæknis, 2. jan. 1949,
um reglur varðandi gerð og afgreiðslu lyfja, var lyfsölum gert að
færa allar simaávísanir á lyf i sérstaka bók. Voru færslur þessarar
bókar víða vanræktar, en af upplýsinguin, sem fengust í 6 lyfjabúð-
um (4 í Reykjavík og 2 utan), munu hafa verið látin úti i þeim lyfja-
búðuin lyf á árinu gegn á að gizka 34000 símaávísunum. I 7 lyfja-
búðum munu símalyfseðlar hafa verið óþekktir, en gögn um útlát
'yfju gegn símaávísunum skortir frá 3 lyfjabúðum.
Um færslur annarra bóka, sem haldnar eru i sambandi við gerð
og útlát lyfja, er það að segja, að á þeim urðu yfirleitt litlar breyt-
ingar frá árinu áður. Þó skal þess getið, að meiri nákvæmni var nú
gætt í mörgum lyfjabúðum við færslur og sundurliðun á notkun
áfengis, en tíðlrazt hafði við fyrri skoðun.
Magn það af eftirtöldum áfengistegundum, sem lyfjabúðirnar
öfluðu sér á árinu frá Áfengisverzlun ríkisins, var sem hér segir: