Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 215
213
ýmsum ástæðum ekki æskilegt, að þær séu dreifðar um íbúðarhverfin,
eins og nú er. Aðbúnaður í útsölustöðum fyrir kjöt og' kjötvörur er
víða mjög slæmur, þótt sumar verzlanir hafi nú orðið góð skilyrði til
kjötsölu. Loks skortir megnið af starfsfólki því, er við kjötvinnslu
og -dreifingu fæst, nægilega þekkingu á réttri meðferð kjötsins. Enn
er kjötvinnsla ekki viðurkennd sem iðngrein hér á landi. Fyrsta
skrefið, sem stíga verður til þess að bæta úr þessum ágöllum, er að
koma upp eða útvega hentugt húsnæði til heilbrigðisskoðunar og
gæðamat á kjöti og kjötafurðum, er til bæjarins koma. Hillir nú
loks undir, að slíkt húsnæði fáist á næstunni inni á Kirkjusandi, og
hefur bæjarstjórn fallizt á, að í sambandi við kjötskoðunarstaðinn
verði sláturhús, frystihús og sameiginlegt svæði fyrir alla kjötvinnslu-
staði bæjarins, reykhús o. s. frv. Hefur mér verið falið að vinna að
skipulagningu alls herjar kjötstöðvar fyrir bæinn á Kirkjusandi og
svæðinu fyrir austan hann. Horfur eru á góðri samvinnu á milli allra
aðila um framtíðarlausn þessa máls. Þá hefur verið unnið að því að
sameina nú þegar alla slátrun í umdæminu á stórgripum, svínum og
sauðfé á einum stað til þess að tryggja sem bezt rétta og hreinlega
meðferð kjötsins þegar í upphafi, en eins og er, er aðeins einn staður
hér í bæ, sem hefur nokkurn veginn viðunandi skilyrði til þess. Skortir
lítið á, að málið sé að fullu leyst. Gætt hefur mikils hirðuleysis um
flutning á kjöti, bæði á sjó og landi, en ekki hefur enn unnizt tími til
að taka þetta atriði til ýtarlegrar meðferðar. 29 kjötverzlanir voru
starfræktar á árinu, er leið, en 26 árið 1949. Kæligeymslur eru í 28
þeirra, en í 21 árið áður. Fatageymslur vantar í 2 verzlanir, en
geymslupláss, þrifnaðartæki, svo sem handlaug, sápa, handklæði og'
rennandi heitt og kalt vatn, er í öllum búðunum. Eigið salerni hafa
20 verzlanir, en 9 sameiginlegt með öðrum stofnunum. Á árinu, sem
leið, voru tekin 72 sýnishorn af kjöti og kjötmeti til gerlarannsóknar,
þar sem sérstök ástæða þótti til. Saknæmur gróður (staphylococcus
aureus og streptococcus) fékkst úr 26, ósaknæmur úr 18, en enginn
vöxtur úr 28 sýnishornum. Fyrir tilstilli eftirlitsins var 2168 kg af
skemmdu kjöti eytt frá 14 stöðum, 4 tunnur af blóði voru endur-
sendar á slátrunartímanum og 275 kg af mör. Fiskur er nú ekki lengur
seldur á torgum úti, nema meðan hrognkelsavertíðin stendur yfir,
en í úthverfunum er fiskur seldur á bílum vissa vikudaga í hverju
hverfi. Fiskverzlanir eru nú 37 í bænum, og eru þær sem heild lé-
legustu verzlanir bæjarins: aðeins 16 geta talizt viðunandi. Þetta
stendur þó til bóta. Nú bætast óðum við nýjar fiskbúðir, sem full-
nægja ákvæðum heilbrigðissamþykktarinnar, vandaðar og smekk-
legar. Er ekki að efa, að þær muni hafa heppileg áhrif á gömlu búð-
irnar jafnframt stöðugu heilbrigðiseftirliti. 33 fiskverzlanir voru mál-
aðar eða hvítaðar á árinu, sem leið, handlaugar voru settar upp í
7 búðum (og þó vantar handlaugar enn í 11 búðir), og 8 verzlanir
voru lagfærðar á annan hátt. Búðirnar eru víða litlar og afgreiðslu-
og vinnuskilyrði því slæm. Loftræsting er viðast hvar mjög léleg og
fisklyktin megn og óþægileg. Reynt hel'ur verið með sæmilegum
árangri að bæta úr þessu, m. a. með fyrirmælum um að þvo alla
veggi og gólf á hverjum laugardegi, fyrst úr sápuvatni, síðan úr