Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 273
271
Tafla 1. Skráning inflúenzusjúklinga vikulega í Regkjavikurhéraði,
janúar — apríl 1951 (samkv. heimild frá borgarlækni):
Fjöldi skráðra
Janúar 1.— 7............................... 1
8,-13................................. 2
14. —20............................... 30
21. —27.............................. 255
28.—3/2............................. 321
Febrúar 4.—10...............•.............. 847
11.—17............................... 674
18.—24............................... 446
25.—2/3.............................. 196
Marz 3.—10.............................. 103
11.—17................................ 66
18.—24................................ 31
25.—31................................ 21
April 1.— 6............................... 36
7.—14................................ 21
15. —21................................ 9
22. -28............................... 17
Inflúenzan reyndist væg, og faraldurinn varð minni, en búizt var
við. Auk þess var hann farinn að dvína, um það bil er bólusetningin
gat farið að hafa áhrif. Af þessum ástæðum einum var það sýnilega
mjög undir hælinn lagt, hvort árangur af bölusetningum svo fá-
menns hóps, sem hér var um að ræða, yrði greindur, svo að mark
þætti á takandi.
Við þetta bættist svo það, að eftirgrennslan fór að miklu leyti út
um þúfur. Eyðublöðin, sem nemendur fengu til útfyllingar, heimtust
illa, einkum frá þeim, sem ekki voru bólusettir, og varð því ekki
byggt á þeim.
Tilkynningar um veikindi, er ætla mátti í byrjun, að væri inflúenza,
bárust reglulega frá Menntaskólanum. Af 45 sjúklingum, er þannig
fékkst vitneskja um, og skoðaðir voru, voru 33 taldir hafa inflúenzu.
Var tekið hálsskolvatn frá 6 þeirra til vírusræktunar og einnig blóð,
bæði í byrjun sjúkdómsins og síðar, til prófunar fyrir inótefnum
(sbr. siðar).
Tafla 2. Fjöldi inflúenzusjúklinga (samkv. læknisskoðnn) meðal
nemenda Menntaskólans.
Inflúenzu fengu
r 1"' 1 0—7 d. 8—20 d.
Fjöldi nemenda Alls cftir bólus. eftir bólus.
Bólusettir 213 12 5 7
Ekki bólusettir . . 248 21 12 9
Snorri Snorrason, þá aðstoðarlæknir borgarlæknis, sýndi okkur þá
velvild að skoða suma sjúklingana, með því að Ó. Þ. komst ekki yfir
að skoða þá alla.