Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 267
265
Sauðárkróks. í sveitum var haldið áfram jarðabótum með stór-
virkum vélum, og hafa ræktuð lönd aukizt mikið, en einkum var það
þó þurrkun lands til undirbúnings frekari ræktun. Á Sauðárkróki
var lokið við endurnýjun á innanbæjarkerfi rafveitunnar og reistar
spennistöðvar, svo að allur bærinn fékk nú loksins rafmagn frá nýju
stöðinni. Von er til, að bráðum verði byrjað á hitaveituframkvæmd-
um, og hyggja menn gott til. Eitthvað var unnið við byggingu nýja
slátur- og frystihússins, en mikið er eftir. Kaupfélagið lét koma fyrir
kjötbúð í gamla sláturhúsinu. Var það mikið til bóta, þó að elcki svari
hún fyllstu kröfum. Einnig var sett upp fiskbúð i bænum.
Ólafsfi. Brýr þær, er steyptar voru árið áður, komust að fullu í
samband við vegakerfið. Beinamjölsverksmiðja fullgerð og tók til
starfa. Er mikil bót að því að losna við fiskúrgang á þenna hátt.
Lítið unnið að hafnargerð. Önnur bryggja reist við norðurgarð, úr
timbri. Sandi mokað úr höfninni, en hún fyllist aftur að vetrinum.
Er það hrein Kleppsvinna, og verður svo, þar til höfninni verður
lokað. Byrjað á byggingu fiskþurrkunarstöðvar, og liúsið komst undir
þak. Steyptur grunnur undir 2 verkamannabústaði með 2 íbúðum
í hvoru húsi.
Dalvíkur. Dregið hefur verið úr framkvæmdum til almenningsþarfa
vegna versnandi efnahags og vaxandi dýrtíðar.
Akureijrar. Dagheimilið, sem um getur í ársskýrslu 1949, tók til
starfa á árinu, en starfar aðeins sumarmánuðina.
Grenivíkur. Haldið var áfram Svalbarðsstrandarveginum, sem nú
er kominn langleiðina til Grenivíkur, og vonast menn hér til, að hann
komist alla leið næsta sumar. Skurðgrafa var hér í hreppnum í allt
sumar við skurðgröft til að þurrka upp mýrar og votlend tún. Eins
hafa verið byggðar nokkrar súrheystóftir, og einn bóndi hefur súg-
þurrkun.
Þórshafnar. Lokið byggingu nýs hraðfrystihúss, sem ætti að geta
orðið atvinnulífi Þórshafnar mikil lyftistöng. Síldarsöltun hafin í
fyrsta sinn á Þórshöfn. Var hin bezta atvinnubót.
Vopnafj. Framkvæmdir miklar á árinu. Fullgerl slátur- og frysti-
hús Kaupfélags Vopnfirðinga og það tekið í notkun á árinu. Lokið
við hafskipabryggju Vopnafjarðarhrepps. Var bryggjan lengd og
settur á hana haus með 20 m viðlegufleti. Var þessi framlenging gerð
á þann hátt, að sökkt var fram af bryggjunni 2 steinkerjum, sem
mynda hausinn. Lengdist bryggjan um 10 m beint fram í sjó, og
viðlegupláss framan á hausnum varð 20 m á lengd. Að bryggjugerð-
inni unnu um 20 menn lengst af sumarsins. Kostnaðurinn talinn
450 þúsund krónur. Jarðræktarframkvæmdir svipaðar og næsta ár
á undan.
Seyðisfj. Framfarir til almenningsþrifa litlar, enda áraði illa.
Kirkjubæjar. Unnið að byggingu félagsheimilis. Framræsluskurðir
grafnir með skurðgröfu. Nokkrir nýir vegarspottar lagðir og fara
vegir batnandi. Súrheysgryfjum fjölgar nú nokkuð ört. 1 bindindis-
stúka og 2 ungmennafélög endurreist.
Vestmannaeijja. Fiskvinnslustöð útvegsmanna þrifafyrirtæki. Til-
34