Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 127
125
var að draga inn vörpu: Fract. huraeri sinistri supracondylica com-
plicata, vulnera regionis cuhiti sinistrae. 46 ára karlamður lenti
með fótinn í spili við fiskveiðar: Fract. cruris sinistri. 25 ára karl-
maður fékk togvír í höfuðið: Commotio cerebri, contusio faciei. 44
ára útlendur karlmaður fékk blökk í höfuðið og féll fram á þilfarið:
Fract. cranii et vertebrarum thoracalium VII—VIII. Paraplegia. Á
sjúkrahúsinu var maðurinn í ca. 6 vikur, og var þar gert að brotum
hans eftir föngum, en síðan fór sjúklingurinn út til frekari sérfræð-
ingsaðgerða. 32 ára útlendur karlmaður slasaðist við skipsbjörgun
uppi á Söndum: Fract. cruris dextri complicata, haemarthron genus
dextri. 2 ára drengur: Submersio. Var fljótlega lífgaður við. 51 árs
útlendur karlmaður féll á þilfari: Haemarthron genus dextri, dis-
torsio articulationis talo-cruralis dextrae. 48 ára útlendur karlmaður
kastaðist eftir þilfari í stórsjó: Fract. mandibulae, vulnus capitis et
frontis. 63 ára útlendur karlmaður fékk hurð á handlegginn í roki
úti í sjó: Fract. ulnae sinistrae. 17 ára útlendur karlmaður fékk högg
á fótinn úti í sjó: Fract. cruris dextri. 4 ára drengur féll af bílpalli:
Fract. femoris dextri. 11 ára stúlka féll af vörubíl: Fract. pelvis, sub-
luxatio symphyseos. 53 ára útlendur karlmaður festist í vörpu: Fract.
radii sinistri. 62 ára karlmaður var að vinna við húsbyggingu, er
hann féll nokkra metra niður: Fract. costarum lateris sinistrae. 48
ára útlendur karlmaður; tilefni ekki greint: Fract. humeri dextri.
42 ára og 24 ára karlmenn brenndust við sprengingu í m.b. Björgu:
Combustiones faciei et manuum. 24 ára karlmaður við vinnu í skipi:
Distorsio et haemarthros genu dextri.
Stórólfshvols. 2 dauðaslys urðu á árinu. Annað roskinn bóndi, er
var að rífa gamlan vegg í útihúsi. Tókst svo illa til, að hluti af veggn-
um féll niður, og lenti maðurinn undir hrúgunni með þeim afleið-
ingum, að hann beið samstundis bana. Hitt slysið var drukknun.
Önnur slys allmörg. Fract. colli femoris 2, femoris 1, fibulae 1, clavi-
culae 1, antibrachii 1, radii 2. Lux. humeri 4, digiti 2, cubiti 1. Auk
þess mörg minna háttar meiðsli, skurðir og skrámur eftir bílslys
o. fl. þess háttar.
Eyrarbcikkct. Fract. colli femoris 2, femoris 1, claviculae 1, cos-
tarum 2.
Selfoss. Fract. cruris 1, tibiae 1, ulnae 1, costarum 2, claviculae 2,
malleoli 2; lux. humeri 2, manus 1; distorsiones variae 28; vulnera
varia 44; combustiones 3; corpora aliena oculi 26.
Laugarás. Bóndi í Grímsnesi fór að vitja silunganeta í Hvítá og
kom ekki heim aftur. Var aðdýpi við kletta, þar sem netin voru lögð,
og mun hann hafa hrapað í ána. Fannst líkið tæpum mánuði síðar,
rekið á eyri í ánni. Gömul kona á Vatnsleysu í Biskupstungum féll á
gólfinu og braut lærbeinsháls. Varð það hennar bani eftir fáar vikur.
Stúlka í Hrunamannahreppi ók vélhrífu með hesti fyrir og hélt á
þriggja ára dreng. Hesturinn fældist, og þau dutlu af vélinni, sem
fór að einhverju leyti yfir þau. Stúlkan fékk smálost eða heilahrist-
ing, en sakaði ekki að öðru leyti, en drengurinn handleggsbrotnaði
og hlaut nokkra skurði á höfði. Af landbúnaðarverkfærum virðist