Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 282
280
flengja hana, en mundi ekki, hvort hann gerði það eða blakaði við
henni gegnum buxurnar.
G. kannaðist við, að hún hefði einu sinni hlaupið upp á veg vegna
ávítna, er hún fékk vegna ósamlyndis milli hennar og sonar S. Hafi
S. þá elt hana upp á veg og slegið á rassinn á henni gegnum buxurnar.
Undir rannsókn málsins var S. í gæzluvarðhaldi frá 7.—10. septem-
ber 1935.
Áður en S. var kærður, hafði G. sagt föður sínum, B. J-syni, . ..-
vegi . .., Reykjavík, frá framan greindum verknaði S. og ennfremur
Þ. S. E-dóttur, ...götu ..., Reykjavík, en hjá henni hafði G. búið
næstu 4 ár á undan.
1 réttarhöldum, sem fram fóru í máli þessu, er sagt frá skiptum
B. J-sonar og Þ. S. (E-dóttur), sem nefnd hafa verið, við S. og konu
hans, en ekkert kemur fram þar, sem sannar sekt S.
G. segir í einni yfirheyrslunni, að er S. tók hana í sandgryfjunni,
hafi hann boðizt til að gefa henni 2 krónur, en hún hafi aldrei fengið
þær.
Auk framan ritaðs koma fram nokkur vottorð um hegðun og skap-
gerð G. B-dóttur. Er hún af þessu fólki talin saklaust og hrekklaust
barn, vel gefin og þæg, laus við óknytti, og' eigi hafi borið á ósann-
sögli hjá henni frekar en gengur og gerist um börn á þessu reki. Eitt
vitnið segist ekki geta talið hana áreiðanlega í orði, þannig að það
geti borið traust til hennar, enda þótt það geti ekki nefnt neitt dæmi
um ósannsögli af hennar hendi.
S. telur G. hafa verið klúryrta, og kona S. kveður hana hafa verið
ósannsögla og orðljóta, og bæði telja hjónin G. hafa haft slæm áhrif
á son þeirra, 6 ára gamlan.
Eigi var höfðað mál á hendur S. vegna verknaðs þess, er borinn
var á hann í framan greindri kæru frá 1935.
Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Jónsson, sækjandi, og Theódór B.
Líndal, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn S. Þ-syni, hafa með hréfi,
dags. 18. desember s. 1., óskað þess m. a., að dr. med. Helga Tómas-
syni, yfirlækni, sé gefinn þess kostur að kynnast og láta uppi álit
í sambandi við áður nefnda kæru frá 1935 og það, sem í því sambandi
gerðist, og vottar dr. Helgi í því sambandi á þessa leið í læknisvott-
orði, dags. 7. febrúar 1952:
„... Af málsskjölunum sé ég ekki, að dómarinn hafi komizt að
ákveðinni niðurstöðu um það, hvort maðurinn hafi gerzt brotlegur
um það, sem þarna er á hann borið.
Dómsmálaráðuneytið virðist heldur ekki hafa gert það,
í gögnum þeim, sem mér voru send með manninuin, er hann var
til rannsóknar hjá mér, lá ekkert fyrir um þetta mál. Ég reiknaði
með því, að „quod non est in actis, non est in mundo“.
Álit mitt á kæru þeirri, sem um ræðir frá 1935, samkv. þeim gögn-
um, sem ég hef fengið, ..., er, að um sé að ræða ekki óalgenga
hefndarslúðursögu velgefins, en ekki velinnrætts stúlkubarns, sem
átt hefur við losaralegt frumuppeldi að búa. Það er velþekkt sál-
sýkislegt fyrirbrigði hjá stúlkubörnum að snúa mcira eða minna rétt-
mætum flengingum upp í heilaspuna um kjmferðisleg atlot eða árásir.