Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 55
53
A heilsuverndarstöðinni í Reykjavík voru 950 manns bólusettir
geg'n berklaveiki, einkum hörn og unglingar. Eins og áður hefur bólu-
setningin verið htið notuð úti um land, oftast samkvæmt ósk og til-
vísun héraðslækna.
Eins og áður var samstarf haft við berklarannsóknardeild Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar, einkum með tilliti til tuberkúlínrannsókn-
anna. Annaðist Sigmundur Jónsson læknir þær að mestu leyti. Voru
laun hans og ferðakostnaður greidd að hálfu leyti af þessari stofnun.
Berklayfirlæknir gerir svolátandi athugasemd varðandi skráningu
berklasjúldinga á undanförnum árum:
Nýjar reglur um skráningu berklasjúklinga voru teknar upp árið
1939, og hefur þeirn verið fylgt síðan, eins nákvæmlega og hægt hefur
verið. Má fullyrða, að siðustu ár hefur skráning berklasjúklinga verið
mjög nákvæm hér á landi og miklu nákvæmari en almennt gerist
nieðal annarra þjóða, enda hér miklu auðveldara yfirlit yfir sjúklinga-
hópinn en gerist annars staðar. Tölur þær, sem birtar hafa verið um
herklasjúklinga í Heilbrigðisskýrslum síðustu ár, eru teknar beint
eftir tölum héraðslækna, eins og þeir skrá sjúklingafjöldann, hver í
sínu héraði. Samkvæmt þeim tölum verður samanlagður fjöldi ný-
skráðra og endurskráðra sjúklinga í landinu i heild raunverulega
oftalinn, því að margir sjúklinganna eru eðlilega skráðir í fleiri hér-
uðum en einu og þá í fyrsta sinn í því héraði, er þeir hafa ekki dvalizt
i áður, enda þótt þeir hafi verið lengi á skrá í heimahéraði sínu. Eru
einkum mikil brögð að þessu í þeim læknishéruðum, þar sem berkla-
hælin eru, eins og eðlilegt er. Til þess að fá nákvæmt yfirlit um alla
nýskráða og endurskráða berklasjúklinga í landinu í heild varð því
að gera nafna-, aldurs- og sjúkdómaspjaldskrá urn hina sjúku. Slílc
spjaldskrá hefur verið haldin undanfarin ár, og nær hún aftur til
ársins 1939. Samkvæmt henni er hinn raunverulegi fjöldi nýskráðra
°g endurskráðra berklasjúklinga á öllu Iandinu sem hér segir:
Ár Nýskráðir Endurskráðir Samtals %n af meðalmannfjölda
1939 .... 472 92 564 4,7
1940 .... 435 81 516 4,3
1941 .... .... 451 71 522 4,3
1942 .... .... 482 69 551 4,5
1943 .... .... 463 56 519 4,15
1944 .... 377 48 425 3,3
1945 .... 303 50 353 2,7
1946 .... 373 52 425 3,2
1947 .... 369 52 421 3,1
1948 .... 280 40 320 2,3
1949 ... . 259 56 315 2,25
1950 .. .. 234 68 302 2,1
Aldursskiptingu hinna nýskráðu og endurskráðu berklasjúklinga
er annars að finna í Bulletin of the World Health Organization 1952,
7, 153—169. Fjöldi sjúklinga í árslok er hins vegar réttur, eins og
hann kemur fram í Heilbrigðisskvrslum, þar sem dvalarstaður sjvxk-
lings er aðeins einn um áramót.