Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 131
129
Ólafsfj. 4 sjúklingar og hinn 5. bættist við á árinu. Var það karl-
niaður, og. var hann á Kleppshæli frá því snemma sumars og til nóv-
emberloka. 1 kona var einnig á Kleppi allt árið. Stúlka mun verða að
teljast hafa orðið albata á árinu. Piltur, sem áður hefur verið á Kleppi,
er venjulega miður sín að vetrarlagi. Loks er konan, sem mest vand-
ræðin voru með á fyrra ári. Má segja sömu vandræðin enn. Hefur
hún verið heima hjá sér og auðvitað eignazt 7. barnið. Er hún hrein-
asti bölvaldur á heimilinu.
Dalvíkur. 2 nýir geðveikissjúklingar, karl og kona, bæði öldruð
og höfðu áður verið geðveik, hann með mania og confusio mentis,
hún með depressio mentis.
Grenivíkur. Enginn í héraðinu.
Djúpavogs. Öldruð kona fékk tvö maníuköst á árinu. Köstin stóðu
ca. 2—3 vikur, og þurfti að vaka yfir henni. Virðist svo alheilbrigð
milli kastanna.
Vestmannaegja. Vantar tilfinnanlega geðveikraskýli.
Um fávita.
Rvík. Gerð var á árinu tilraun til að safna upplýsingum um fávita
í læknishéraðinu og höfð um það samvinna við ýmsa aðila. Tókst að
hafa uppi á 85 fávitum, sem skiptust þannig eftir aldursflokkum:
0—4 ára: 14, 5—9 ára: 19, 10—14 ára: 18, 15—19 ára: 17, 20 ára og
eldri: 17. Nánari upplýsingar fengust um 62 fávita. Óskað var eftir
hælisvist fyrir 23 þeirra, en eftir kennslu fyrst og fremst (með eða
án hælisvistar) fyrir 18.
Hafnarfj. Fávitar ef til vill fleiri en ég hef talið. Fólk vill í lengstu
lög ekki viðurkenna fyrir sjálfum sér eða öðrum, ef það á fávita börn.
Akranes. Samkv. bréfi landlæknis, 18. apríl 1950, varðandi skýrslu-
söfnun fyrir Barnaverndarfélag Reykjavíkur, var safnað skýrslu um
alla þá, eldri og yngri, sem eru svo andlega vangefnir, að þeir eru
ekki sjálfbjarga. Eins og skráin ber með sér, komu nokkrir í leit-
irnar, sem hafa ekki áður verið taldir.
Stykkishólms. Af fávitunum eru 3 stúlkur á sjúkrahúsinu.
Isafj. Fávitar sömu og síðast liðið ár og aðbúð óbreytt.
ögur. 17 fávitar eru skrásettir í héraðinu, 11 úr sömu fjölskyld-
unni, og mun þar ekki enda nær um fjölgunina. Fer þarna saman
fávitaháttur, fátækt og vanhirða. Verður húsráðendum ekki láð, þótt
eitthvað verði ógert að kvöldi, eins og aðstæður eru allar. Fjölbreytni
mun verða mikil í mannfólkinu í Ögurlireppi, er fram líða stundir
og ættin stækkar, því að enginn fær rönd við þessu reist. (Hvi ekki?)
Hesteyrar. Fávitar eru þeir sömu og voru.
Hólmavíkur. Fáviti er einn skráður, sami og áður.
Hvammstanga. í tölu fávita bættist 1 sjúklingur, 3 ára telpa, sem
nú er sýnt, að verður fáviti.
Blönduós. Hinir sömu og áður, nema hvað einn hrökk upp af, 73
ára kona. - £j
Sauðárkróks. 3, hinir sömu og undanfarin ár.
Greniviknr. 1 i heimahúsum hjá öldruðum foreldruin, og nýtur
hann góðrar umönnunar.
17