Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 100
98
þrota á hálsi 35, nærsýn voru 7, og 2 voru með gleraugu. Hrygg-
skekkju höfðu 4, ilsig 2, hernia umbilicalis 1. g. 1, langvarandi hvarma-
bólgu 1. Heilsufarið yfirleitt gott.
Víkur (99). Heilsufar skólabarna gott. Tannskemmdir allmiklar.
Hypertrophia tonsillarum 39, adenitis colli 36.
Vestmannaeyja (504). í barnaskóla kaupstaðarins voru 483 börn,
sem öll voru skoðuð. Yfir þroskaaldri voru 420 börn, en 63 undir.
Strabismus 2, nærsýni 8, heyrnardeyfa 2, skakkbak (oft áberandi)
26, eitlaauki 8, eitlaþroti 2, blóðleysi 3. 1 barn með virka berkla (hilitis)
og vikið úr skóla. I skóla adventista er 21 barn, þar af 2 undir
þroskaaldri. Börnin yfirleitt hraustleg og’ vel útlítand'i.
Stórólfshvols (237). Börnin yfirleitt hraust og sælleg, enda hafði
sumarið verið þeim frekar hagstætt. Eins og vant er, bar mest á
tannskemmdum. Nokkur börn voru einnig með kirtilauka i koki og
nefi. Berklapróf gert á öllum börnum og var, eins og vant er, allur
þorri þeirra neikvæður. Lús og nit alveg að hverfa.
Eyrarbakka (137). Mest ber á tannskemmdum. Óþrif fara minnk-
andi.
Selfoss (195). Pes planus 7, verrucae variae 3, contusiones variae
14, vulnera varia 3, hypertrophia tonsillarum 1. g. 20, magna 25,
hypertrophia glandularum submaxillariuin 6, scoliosis 1. g. 15, magna
7, anaemia 1, epistaxis habitualis 2, nervositas 1, perforatio mem-
branae tympani 1, cicatrices variae 2, inyopia magna 16, 1. g. 18,
strabismus convergens 2, divergens 1, morbus Perthes 1, pityriasis
versicolor 1, eczema seborrhoicum 1. í þessari upptalningu eru taldir
með kvillar hjá nemendum í öðrum skólum en barnaskólum, en
það eru unglingaskólar og iðnskólinn á Selfossi (nemendur þeirra
samtals 61).
Laugarás (139). Alltaf þrengist meir og meir að lúsinni, þótt enn
muni hún eiga einhver fylgsni, en ekki finnst hún nú orðið við
skólaskoðun. Adipositas 4, adenitis colli (smávegis) 25, vegetationes
adenoideae 3, blepharitis 1, condaktylia pedis 1, eczema 2, exoph-
thalmus 1, fílapensar 1, hallux valgus 1, heyrnardeyfa (smávegis) 1,
hryggskekkja (smávegis) 6, hypertrophia tonsillarum (oftast lítil-
fjörleg) 29, ilsig 23, pharyngitis 2, psoriasis 1, rhinitis 2, urticaria 1,
sjónskekkja (gleraugu) 9. Annars eru börnin yfirleitt hraustleg og
vel á sig komin.
Keflavíkur (788). Ekki í frásögur færandi sérstakir kvillar skóla-
barna. Yfirleitt virðist þrifnaður og heilsufar skólabarna í framför.