Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 36
34
síðar treystist ég ekki að greina þá frá hinu sifellda kvefi og ábyrgist
því ekki sjúkdómsgreininguna.
Nes. Mikið var um inflúenzu á árinu. Gekk i faröldrum i april og
júlí, og auk þess hóf inflúenzufaraldurinn síðasti göngu sína seinna
hluta desember. Talsvert bar á fylgikvillum með inflúenzunni, inest
otitis media (10 með perforationum), kveflungnabólgu, bronchitis og
kverkabólgu.
Búða. Barst hingað í héraðið í febrúarmánuði og gekk hér þar til i
maí; breiddist ört út, en var víðast væg. 5 lungnabólgutilfelli i sam-
bandi við veikina.
Djúpavogs. Fyrst á Djúpavogi í marz, en mjög væg og virtist deyja
hér út. Kom svo í Breiðdalinn í maímánuði, þá frá Reykjavík. Breidd-
ist lítið út þar. í júlímánuði komst hún eftir einhverjum leiðum í
Álftafjörð og lagðist nú þyngra á fólk, virtist meira smitandi og með
ýmsum fylgikvillum, pneumonia og otitis suppurativa.
Kirkjubæjar. Vægur faraldur í maí.
Víkur. Kom í héraðið í marz og var að ganga fram i júlí, eins og
fyrra ár.
Vestmannaegja. Veikin barst hingað í marz úr Reykjavík, og bar
mest á henni í marz, apríl, maí og júní. Miklu fleiri veiktust en skrá-
settir voru, því að veilcin var yfirleitt fremur væg.
Egrarbakka. Gekk hér mánuðina febrúar, marz, september og októ-
ber. Fátt um fylgikvilla.
Laugarás. Nokkur tilfelli talin í mai og júní.
Keflavíkur. Enginn faraldur á þessu ári, og' má það teljast næsta
fátítt í ársyfirliti um heilsufar, að hennar sé ekki getið.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 10.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl..... 1 6616 540 3 23 4396 377 2 882
Danir . ,, ,, 18 ,, ,,,,51 ,, ,,
Mislingar hófu göngu sína í Reykjavík í febrúar, en náðu sér þá
lítið niðri, fyrr en nokkuð kvað að undir áramót, og bárust dræmt
og seint til annarra landshluta, enda skammt um liðið frá síðasta
landsfaraldri. Eru það því aðallega ung börn, sem einkuin geta tekið
veikina, en þau gera sjaldnast víðreist. Um áramót eru mislingar
skráðir í allt að helmingi héraða, en gætir alls staðar lítið á árinu
nema helzt í Hólmavíkurhéraði og um vesturhluta Norðurlands. Má
vera, að nú stefni að því, sem reyndar er æskilegast, að mislingar
gerist hér landlægur smábarnasjúkdómur, er litlu þyki varða. Enginn
dó úr mislingum á árinu, og er það nýlunda, miðað við þann fjölda,
sem skráður er.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Síðara hluta árs gerðu mislingar vart við sig. Þessi fáu til-
felli væg.