Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 223
221
Apótek Austurbæjar, Reykjavik.
Stofnað með forsetaúrskurði 7. febr. 1950.
10. ág. 1950 Karl Lúðvíksson (f. 27. sept. 1908). Kand. 1937, Kh.
Lyfjabúðin var opnuð 2. maí 1953.
Lyfjabúð i Skjóla- og Melahverfum, Reykjavík.
Stofnuð með forsetaúrskurði 7. febr. 1950.
10. ág. 1950 Sigurður Magnússon (f. 27. marz 1918, d. 26. febr.
1953). B. Sc. 1943, P. C. P. & S.
Leyfi þetta var aldrei notað.
Seyðisfjarðarapótek.
30. júní 1950 Sigríður Aðalsteinsdóttir (f. 26. sept. 1921). Iiand.
1948, Kh. Hún afsalaði sér leyfinu 24. ág. og var
leyst undan því 19. des. 1950. Lyfjabúðin hafði ekki
verið lögð niður, þegar fyrrverandi lyfsali fluttist
frá Seyðisfirði, sbr. Keflavíkurapótek, þótt ekki
fengist þangað lyfjafræðingur til að taka að sér
reksturinn. — Hafði lyfsali haldið lyfjabúðinni op-
inni, og 15. sept. 1950 varð að samkomulagi, að
lyfjabviðin yrði, unz fullgildur maður fengizt til að
taka að sér reksturinn, rekin undir eftirliti og á
ábyrgð héraðslæknis fyrir reikning fyrrverandi lyf-
sala. — Forstöðumaður:
15. sept. 1950 Haraldur Hermannsson (f. 25. júní 1923), án prófs.
Vestmannaeyjaapótek.
24. ág. 1950 Dánarbú fyrrverandi lyfsala. Leyfið veitt til bráða-
birgða, unz því yrði endanlega ráðstafað. Ekkjan,
Aase Wirlitsch Christoffersen Sigfússon (f. 24. júní
1903), kand. 1928, Kh., veitir lyfjabúðinni forstöðu.
21. des. 1950 Aase Sigfússon, fyrrnefnd.
1948:
Fjöldi lyfjabúða. — í lok ársins voru hér á landi 15 lyfjabúðir, og
hafði engin ný bætzt við á árinu. Voru þær á þessum stöðum: Reykja-
vík (4), Akranesi, Stykkishólmi, ísafirði, Sauðárkróki, Siglufirði,
Akureyri (2), Húsavík, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði.
Auk þess var í Neskaupstað rekið lyfjasöluútibú frá Seyðisfjarðar-
apóteki, samkvæmt sérstakri heimild (frá 30. okt. 1939), en sú henn-
ild féll niður í lok ársins, þar sem ákveðið hafði verið á miðju árinu,
að stofnsett yrði sjálfstæð lyfjabúð þar frá 1. janúar 1949 að telja.
Starfslið. — Starfslið lyfjabúðanna var sem hér segir, en tölur eru
miðaðar við dag þann, er skoðun var gerð á hverjum stað: 20 lyfja-
fræðingar (cand. pharm.), 18 karlar og 2 konur, 9 lyfjasveinar (exam.
pharm.), 4 karlar og 5 konur, 8 lyfjafræðinemar (stud. pharm.), 3
piltar og 5 stúlkur, og annað starfsfólk 131 talsins, 25 ltarlar og
106 konur.
Konur nokkurra lyfsala, sem lyfjafræðimenntun hafa, eru hér ekki
meðtaldar, enda þótt þær kunni að starfa að meira eða minna leyti
við hlutaðeigandi lyfjabúðir.