Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 38
36
Kópaskers. Mislingar bárust í Kelduhverfið í desember. Veiktust
allir, er gátu fengið þá, á einum bæ, og auk þess einn piltur á næsta
bæ. Annað fólk veiktist þar eftir áramót. Ekki barst veikin á fleiri en
þessa 2 bæi.
Vopnafi. Bárust inn í héraðið í desember með konu, sem kom frá
Reykjavík. Var það eini sjúklingurinn á árinu. Heimilisfólk hennar
veiktist eftir áramótin.
Seyðisfi. Gerðu ekki vart við sig á árinu, en á nýársnótt 1951 komu
út mislingar á námsmey úr Akureyrarskóla. Stúlkan var heima í jóla-
leyfi og ekki sett á farsóttaskrá fyrr en í janúar það ár. Hér hefur eng-
inn mislingafaraldur verið í fjölda ára og því flest börn innan ferm-
ingar og eldri móttækileg fyrir veikina. Finnst foreldrum þetta ástand
mjög bagalegt, en ef bólar á mislingum, ætlar fólk að snúast um af
ótta við að sýkjast. Kemur hér í ljós einn áreksturinn af mörgum á
heilsuverndarsviðinu. IJmrædd stúlka var auðvitað einangruð, og eng-
inn smitaðist af henni. Þessi jólaleyfi skólafólks draga oft dilk á eftir
sér.
Djúpavogs. Komu á 2 bæi á Berufjarðarströnd með pilti þaðan frá
Akureyri. Á öðrum bænum lagðist allt fólkið, 8 inanns, nema einn
piltur, í einu. 2 fengu otitis suppurativa og 3 svæsna gastroenteritis
með þeim, en batnaði samt öllu vel, nema einum pilti með otitis
suppurativa; honum batnaði ekki eyrnabólgan fyrr en hann fékk
aureomycín 4 X 500 mgr. á dag í 2 sólarhringa.
Vestmannaeyja. Gerðu vart við sig á börnum, 0—5 ára, og á einni
konu, 48 ára. Breiddust dræmt út og yfirleitt vægir.
Stórólfslwols. Bárust í apríl, sennilega frá Reykjavik, á 4 bæi undir
Eyjafjöllum, og veiktust þar um 15 manns, flest börn og unglingar.
Breiddust ekkert frekar út. í desember bárust mislingar svo aftur
inn í héraðið frá Reykjavík á einn bæ í Holtuin. Veiktust þar öll börn.
Veikin breiddist ekkert út þaðan.
Eyrarbakka. 1 tilfelli.
Keflavikur. Koma sem farsótt í Keflavílturhéraði upp úr miðju
sumri og ganga heldur hægfara til ársloka. Síðast liðið ár varð þeirra
ekki vart hér. Eins og við er að búast, er hér allmargt aðflutt fólk úr
afskekktum héruðum, sem er orðið fullorðið og hafði ekki tekið
veikina. Var eftir inegni leitazt við að verja það sóttinni með því að
dæla i það mislingaserum, en birgðir þess af skornum skammti. All-
margir veiktust alvarlega, einkum fullorðið fólk, en þó er þess að
geta, að enginn dó úr veikinni, og voru þó sumir hætt komnir. Hægt
mun vera að rekja 1—2 berklatilfelli til þungrar mislingasóttar.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúklingafiöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
197 5034 601 13 „ 4 19
í! 1 J> !> !! !, ,,
1948 1949
397 1411
1950
925
Sjúkl.
Dánir