Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 60
58
Nes. Berklapróf gert á öllum nemendum og kennurum i héraðinu.
Enginn jákvæður nú, er neikvæður var í fyrra, nema 12 ára unglingur,
sem hafði verið „kalmetteraður".
Búða. Engin ný tilfelli á árinu. Allir grunsamlegir sendir á berkla-
varnarstöð til rannsóknar eins og áður.
Djúpavogs. 3 sjúklingar úr héraðinu komu heim aftur á árinu
eftir hælisvist og' öllum batnað, að því er talið er. 10 ára telpa, sem
líklegt er, að hafi smitazt af berklum í fyrra, veiktist af pleuritis
exsudativa. Lá allan desember og fram í janúar þ. á., en batnaði og
er nú liin hressasta.
Víkur. Stúlka, sem dvaldist um tíma í Reynishverfi, fékk hilitis og
fór á Vífilsstaði. Var þar skamma stund og batnaði vel að sögn. Hvarf
ekki aftur heim í hérað.
Vestmannaeyja. Öllum sjúklingum með smit komið á Vífilsstaði,
undir eins og uppvíst er. Annars má þetta ár teljast merkisár í sögu
berklaveikinnar hér í héraðinu, því að það er í fyrsta skipti i 25 ár,
sem enginn telst deyja úr veikinni. Allsherjarberklarannsókn fór
fram hér í héraðinu 24. maí til 12. júní 1950. Sá berklayfirlæknir og
starfslið hans um hana með aðstoð hjúkrunarkvenna hér á staðnum.
Eyrarbakka. Kona fékk blóðhósta, og fullorðinn karlmaður veikt-
ist, og fóru bæði á Vífilsstaðahæli.
Laugarás. Norsk kona, gift og búsett i Biskupstungum, veiktist
hastarlega af tbc. pulmonum. Var hún þegar flutt að Vífilsstöðum
og reyndist þá hafa cavernu í báðum lungum. Fór henni batnandi
fyrstu mánuðina. Eftir áramótin fékk hún inflúenzu, komst á fætur
aftur eftir hana, en fékk skömmu síðar bráðaberkla og dó eftir fáa
daga. Það einkennilega var, að í henni fannst mjög litið smit, þrátt
fyrir miklar lungnaskemmdir, enda varð þessi ekki vart, sem betur
fer, að hún hefði smitað út frá sér, hvorki mann sinn né börn eða
næstu nágranna. Var þó vandlega leitað. Sjálf átti hún heima 5 börn,
3 mánaða, 2 ára, 5, 10 og 12 ára. Voru þau og börn í næsta nágrenni
Moroprófuð tvívegis með tveggja mánaða millibili, og reyndust öll
negatíf. Fullorðið fólk var gegnlýst i Reykjavík, og fannst ekkert
grunsamlegt. Fyrir ca. 10 árum var hún búsett í Hveragerði, og fannst
þá, við almenna gegnlýsingu í þorpinu, smábólgublettur í lunga
hennar. Var hún þá nokkra mánuði á Vifilsstöðum, virtist smitfrí
og batnaði fljótt. Bar svo ekki á neinu, og hún virtist sæmilega hraust.
Þó var hún töluvert anaemisk, mögur og fremur léleg, er hún gekk
með siðustu börnin, einkum hið síðasta. En þar sem hún var ekki
skrásett i Laugaráshéraði og minntist aldrei á sín fyrri veikindi við
mig, duttu mér aldrei í hug berklar í sambandi við hana og meðal
annars sennilega sökum þess, að hún reylcti allmikið og hafði af þeim
sökum nokkra bronchitis chronica. Snemma á meðgöngutíma síðasta
barns fékk hún töluverð blóðlát, og þar sem hún var anaemisk og
léleg, sendi ég hana suður og vildi láta evacuera, en því miður var
það ekki gert, er tók fyrir blæðingar, og hún send heim aftur. Fæðing
gekk vel, og heilsaðist konunni sæmilega fyrstu vikuna. Fékk þá smá-
æðastíflu í fót með talsverðum hita, sem virtist þó batna við pensilín.
Sennilega hefur hún þó aldrei orðið hitalaus eftir það, enda þótt hún