Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 221
219
1950:
Vistmenn í ársbyrjun voru 71. A árinu komu 48, 28 konur og 20
karlar. Á árinu fóru 30, 24 til vinnu, 5 á hæli, 1 dó. Meðaldvalartími
þeirra, sem fóru, var eitt ár og sex mánuðir. Vistdagar voru 31313,
veikindadagar um 4%. Kostnaður á vistdag var um kr. 36,00, þar
af afskriftir kr. 5,40. Ríki, sveitarfélög og tryggingarstofnun greiddu
kr. 17,00 á vistdag. Vistmenn voru i árslok 89. Unnið var í 100591
stund við sörnu iðju og áður.
Frá upphafi stofnunarinnar til ársloka 1950 hafa komið hér 185
vistmenn, 95 konur og 90 karlar. Samkvæmt flokkun reglugerðar-
innar skiptast þeir þannig: Af 1. flokki hafa komið 109, af II. flokki
55 og af III. flokki 21. Vistmenn hafa komið úr öllum sýslum og
kaupstöðum Iandsins. Þeir hafa verið á aldrinum 13—70 ára og komið
úr um 20 starfsgreinum. Flestir hafa verið verkamenn eða verka-
konur, sjómenn og húsmæður. Veikindadagar hafa verið að meðaltali
3—4% af vistdögum. Vistmenn hafa dvalizt hér í 107125 daga, unnið
í 347440 stundir og framleiðsla þeirra verið seld fyrir um 7 milljónir
króna. Héðan hafa farið 99 vistmenn, 48 konur og 51 karl, 25 hafa
farið aftur á hæli eða sjúkrahús og 1 hefur dáið. Eftir flokkun okkar
skiptast þeir þannig:
Af I. flokki hafa farið 61,
— II. — — — 32,
— III. — — — 6,
Þeir, sem hafa farið aftur á hæli eða sjúkrahús, skiptast þannig
eftir flokkum:
Af I. flokki hafa 5 farið á hæli eða sjúkrahús, þ. e. 8%.
— II. flokki 19, eða 59%.
— III. flokki 1, eða 17%.
Héðan hafa því farið til vinnu 56 af þeim, sem komu hingað af
I. flokki útskriftarhæfir, og af þeim eru nú allir í vinnu nema einn,
sem dó úr öðrum sjúkdómi en berklaveiki, og 2, sem eru vistmenn
hér á ný. Langflestir þeirra, sem héðan hafa farið, búa við sæmilega
góða aðbúð og hafa vel launaða atvinnu.
J. Yflrlit um lyfjabúSarcftirlit á íslandi 1948—1950.
1 ársbyrjun 1948 skipaði ráðherra cand. pharm. ívar Daníelsson
(Bachelor of Science in Pharmacy 1944, Philadelphia College of
Pharmacy and Science, Philadelphia, Pennsylvanía, Doctor of Philo-
sophy 1947, Purdue University, West Lafayette, Indiana) til að
annast eftirlit með lyfjabúðum landsins i samráði við landlækni.
Virkt eftirlit með lyfjabúðum hafði þá legið niðri um nokkurra
ára skeið, eða frá 1943.
Eftirlitsmaður lyfjabúða hóf þegar eftirlitsstarfið og hefur haldið
því áfram síðan, jafnframt því sem hann annast kennslu stúdenta í
Lyfjafræðingaskóla íslands. Hér á eftir gerir eftirlitsmaður grein fyrir
eftirlitsstarfinu um þriggja ára slceið, 1948—1950, en á undan fer