Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 119
117
hests beint í augað með þeim afleiðingum, að taka varð augað). Fract.
costae 2, humeri 2, infractio capitis liumeri 1, fract. Collesi 1, radii
(greenstick) 1, metacarpale 1, femoris 1 (7 ára drengur úr Reykja-
vík, bílgrind datt á hann), fibulae 1, malleoli dextri 1 (27 ára kona
datt af hestbaki), ruptura tendinis Achillis 1, vulnera incisa et con-
tusa 22, distorsiones 3, commotio cerebri 1, corpus alienum corneae 9.
Reykhóla. Slys fá á árinu og öll smávægileg.
Bíldudals. 1 dauðaslys. 6 ára drengur datt út af bryggju og drukkn-
aði. Hann fannst á floti við brygg'juna, en enginn var nærstaddur,
þegar hann féll í sjóinn, eða varð þess var. Fannst aldrei neitt lifs-
marlc með honum, né heldur báru lífgunartilraunir árangur, en þeim
var haldið áfrain klukkustundum saman. Kona um sjötugt datt við
húsdyr sínar á hálku og hlaut fract. colli femoris sinistri. Flutt á Lands-
spítalann daginn eftir og spengd. Fór brotið vel. Kona yfir sjötugt
datt fram af háum götukanti og hlaut fract. humeri sinistri stutt neðan
við axlarlið. Búið um heima og greri vel. Fract. antibrachii 1, radii 1,
costarum 2. Auk þessa var nokkuð um mör og tognanir, smábruna,
skurði og stungur.
Þingeyrar. Contusiones: digitorum 2, dorsi 5, femoris 2, antibrachii
2, genus 2, pedis 2. Corpora aliena: í auga 6, í vinstra læri 1. Com-
bustiones: manus 1, pedis 1, corneae 1. Distorsiones: articulationis
talo-cruralis 5, genus 1. Fract. costarum 1, fibulae 4, malleoli externi
1, tibiae sinstrae 1, ossis navicularis sinstri 1, antibrachii 1, baseos
cranii 1, radii sinstri 1, digitorum 3, tuberculii majoris humeri sinistri
1. Vulnera incisiva: manus 6, digitorum 5, genus 3, pedis 5, frontis 2.
Vulnera lacerata: cubiti 1, digitorum 2. Vulnera contusa: nasi 1,
frontalis 6, menti 1, labii 1, manus 1, genus 1. 2 dauðaslys, hvort
tveggja utan héraðs, sjómenn. Háseti féll fyrir borð á íslenzkum botn-
vörpungi. Var hann látinn, er hann náðist. Fluttur hingað inn. Skips-
bóma féll í höfuð enskum togarasjómanni. Fékk hann höfuðkúpubrot
og lézt hér eftir tæpan sólarhring. önnur slys smávægileg.
Bolungarvíkur. Slysfarir algengar hér, en oftast smávægilegar. Er
lielzt frá því að segja, að roskinn karlmaður datt ofan af bita i
geymsluskúr og kom niður á öxl og höfuð. Fékk commotio og con-
cussio með léttri paresis á öðrum handlegg, en náði sér aftur furðu
fljótt. Eldri kona hlaut fract. colli femoris. Rifbeinsbrot, sprungur í
bein, tognanir og mör koma af og til fyrir. Menn setja fingur í sög-
unarvél, smergilkorn í auga o. s. frv. Loks má geta þess, að bíll héðan
valt nærri ísafirði, og slasaðist þar ungur maður héðan, braut mörg
rif og molaði herðablaðið, féklt blóðuppgang og mikið shock. Var
fluttur á Ísafjarðarspítala og náði sér fljótt.
ísafj. Vulnus orbitae (9 ára telpa frá Hnífsdal; meiddist á þann
hátt, að stykki úr járnplötu fauk af húsi og lenti í höfuð sjúklings-
ins), incisum genu (14 ára drengur frá Hnífsdal datt og lenti með
hnéð á steini), linguae penetrans (4 ára drengur frá Súðavík beit
sig' í tunguna, þegar hann ralc sig upp undir loft í lúkarnum), incisum
labii superioris (8 ára telpa frá Sólheimum í Ögurhreppi var að leika
sér, er golfkúlu var kastað framan í hana), incisum digiti tertii cum
transcisione tendinis (22 ára karlmaður frá ísafirði skar sig' í löngu-