Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 31
29
6. Gigtsótt (febris rhcumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
Sjúklingafíöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 85 117 95 83 44 42 40 28 26 45
Dánir ........ „ „ 1 „ 3 2 1 1
Með meira móti skráð, eftir því sem verið hefur næstu undanfarin
ár, og má vera, að rekja megi að einhverju leyti til þess, hve kverka-
bólgu gætti mikið á árinu.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfí. Nokkur tilfelli, væg.
Akranes. Skráð aðeins 1 tilfelli, í júli.
Ólafsvíkur. Varð vart.
Stykkishólms. 19 ára gömul stúlka var talsvert illa haldin, en smá-
rétti við. Þó varð vart complicationa frá hjarta.
Hólmavikur. 1 tilfelli, 16 ára stúlka, lá aillengi og virðist hafa fengið
fullan bata.
Blönduós. Stúlka á tvítugsaldri veiktist af gigtsótt.
Sauðárkróks. 1 maður skráður. Var hann þungt haldinn, en er á
batavegi.
Akureyrar. Sum tilfelli bæði þung og langvinn, og eru það einkum
tilfelli, sem komið hafa upp úr Akureyrarveikinni svo kölluðu, sem
illa hefur gengið að lækna.
Nes. 3 tilfelli skráð, öll heldur væg. Ekki merki um varanleg mein.
Stórólfshvols. 1 karl skráður. Batnaði.
Laugarás. Er hér mjög sjaldgæf og engin á þessu ári.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II. III og IV, 7.
Sjúklingafíöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 4 5 „ 4 1 1 2 „ „ 1
Eitt einstakt paratyphustilfelli skráð í Reykjavík. Uppruna óskýrður,
en sjúkdómsgreining víst tvimælalaus.
Læknar láta þessa getið:
Bvik. Enginn typhus abdominalis i héraðinu, svo að vitað sé. í ágúst
var skráður 13 ára drengur með paratyphus. Við ræktun frá blóði og
saur fundust bacilli paratyphi B (sahnonellae Schottmúller). Fékk
streptomycín, hitalaus eftir 3 vikur. Ekki er ^átað, hvaðan smitun muni
hafa borizt.
Stykkishólms. Ekki sést í héraðinu um áratugi.
Sauðárkróks. Smitberi sami og áður.
[Hafnar. Héraðslæknir skráði með taugaveiki á marzskrá 5 sjúklinga
á sama bæ í Lóni, 3 börn 10—15 ára, 1 ungling 15—20 ára og 1 konu
30 40 ára, og fer þessum orðum um: „Viðvíkjandi typhus er það að