Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 61

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 61
I. Árferði og almenn afkoma. Tiðarfar á árinu 1953 var sam- kvæmt bráðabirgðaskýrslu Veðurstof- unnar sem hér segir: Veturinn (desember 1952—marz 1953) var mjög mildur. Hiti var að jafnaði um 2° yfir meðallagi. Alla mánuðina var óvenjufrostlitið, og má heita, að engan verulegan frostakafla hafi gert fyrr en i marzlok. Úrlcoma var víða mjög mikil í febrúar og marz, en féll oftast sem regn. Veturinn var yfirleitt talinn snjóléttur. Allir vetrar- uiánuðirnir voru umhleypingasamir, en stórviðri tiltölulega fátíð. Vorið (apríl—maí): Aprílmánuður var kald- ur og mjög snjóþungur á Norður- og Austurlandi. Hitinn var um 2° lægri en meðallag. Norðanátt var þrálát, og úrkomusamt var á Norður- og Norð- austurlandi, en oft bjart syðra. Maí- niánuður var hins vegar mildur, og engin stórhret gerði. Hitinn var um það bil 1° yfir meðallagi. Óvenjuþurrt var, og hamlaði það gróðri. Sumarið (júní—september) var fremur hlýtt °g mjög hagstætt öllum gróðri. Hiti var að jafnaði 1°—2° yfir meðallagi. Júlí var tiltölulega kaldastur, hiti inn- an við 1° yfir meðallagi. Norðanlands ýar úrkomulítið nema í júlimánuði. A Vesturlandi var sumarið fremur þurrt, en um suðaustanvert landið var úrkoma meiri en í meðalári. Sól- skinsstundir á Akureyri voru nokkru fleiri en i meðalári, en aftur á móti mældust sólskinsstundir i Reykjavík færri en í meðallagi. Haustið (október nóvember) var yfirleitt votviðra- samt og nokkuð stormasamt, er á leið. d. gerði aftakastorm hinn 16. nóv- cmber. Hörð hriðarveður gerði nokkr- uni sinnum norðanlands. Hiti var til jafnaðar 1°—lVz" yfir meðallagi, og var tiltölulega hlýrra norðanlands en sunnan. Afkoma atvinnuveganna mátti teljast góð á árinu. Veðrátta var hagstæð landbúnaði og sjávarafli sæmilegur að öðru leyti en þvi, að síldveiði brást enn einu sinni. Viðskiptakjör bötnuðu verulega, þó að verðlag útfiuttrar vöru lækkaði um 1%, því að verðlag inn- fluttrar vöru lækkaði jafnframt um 8%. Við þetta bættist allmikill erlend- ur gjaldeyrir vegna tekna af hinu er- lenda varnarliði, auk lána, sem tekin voru erlendis. Var nóg framboð á vör- um innanlands og almenn velmegun. Kaupgjald hélzt óbreytt. Var næg at- vinna allt árið og i árslok fyrirsjáan- legur vinnuaflsskortur til framleiðslu- starfa. Svo átti að heita, að verðlagi væri haldið stöðugu allt árið með nið- urgreiðslum úr ríkissjóði og öðrum ráðstöfunum. Hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar úr 157 stigum i janúar upp i 158 stig i desember, en meðal- vísitala ársins var aðeins 156,9 stig (157,8 árið áður). Á alla þessa hag- sæld skyggði það, að augljóst þótti, að dulin hættuleg verðbólga væri að búa um sig í landinu og hana mundi reynast örðugt að stöðva.1) Rvík.2) Afkoma almennings mun hafa verið allgóð. Litlar breytingar urðu á verði nauðsynjavöru, svo og 1) Aðallega samkvœmt Árbók Landsbank- ans 1953. 2) Ársskýrslur (yfirlitsskýrslur) hafa ekki borizt úr eftirtöldum héruðum: Álafoss, Stykk- ishólms, Patrcksfj., Bíldudals, Egilsstaða, Eski- fj., Yíkur, Stórólfshvols, Selfoss, Hveragerðis og Laugarás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.